Ástþór reynir að vekja á sér athygli

Mér finnst nú aðferðir Ástþórs Magnússonar til að reyna að vekja athygli Ríkisútvarpsins á sér komnar út í tóma vitleysu. Eitt er að tjá óánægju með einhvern fjölmiðil en annað er að missa gjörsamlega stjórn á sér og fara yfir strikið. Mér finnst þessar aðferðir Ástþórs ekki beint gáfulegar og finnst þær vera frekar örvæntingarfullt neyðaróp á athygli frekar en málefnaleg kosningabarátta. Ástþór verður að vekja athygli á sínum málstað með öðrum hætti en öskra fyrir utan útvarpshúsið og væri sennilega nær að kynna betur framboðslista sína og stefnu þeirra á öðrum vettvangi.

Ég er viss um að ef Ástþór væri málefnalegur í baráttu sinni og iðkaði eðlileg vinnubrögð án þessara upphrópana myndi honum ganga betur. Þeir sem geta ekki komið málstað sínum á framfæri nema að öskra framan í fólk eða vera eins og rauð neon-skilti í eyðimörkinni eiga sjaldan auðvelt með að vekja athygli á sér með málefnalegum vinnubrögðum. Taktíkin segir allt um þá sem geta ekki notað önnur vinnubrögð.


mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er maðurinn að reyna að vekja athygli á sér. Hann er í framboði. Ástþór verður seint sakaður um að koma ekki til dyranna eins og hann er klæddur. Við þurfum þannig fólk í stjórnmálin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 16:04

2 identicon

Hann er örugglega ágætis stjórnmálamaður, hann bara hegðar sér dállítið asnalega innan um annað fólk. Ætli hann sé ekki svona "heimagreindur" athyglissjúkur.

Hjalti Þór Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Himmalingur

Blessuðum karlinum liggur svo margt á hjarta. Ágætis karl, en fer á stundum langt fram úr sjálfum sér og öðrum. Kæmi mér ekki á óvart að fylgi hans væri meira, ef hann setti í fyrsta gír, í stað þess að vera á yfirsnúning í fimmta gír!

Himmalingur, 18.4.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Sæll Stefán, þar sem þú hefur verið svona milli steins og sleggju varðandi það hvort þú treystir sjálfstæðisflokknum ennþá, þá langar mig að benda þér á youtube síðu flokksins á http://www.youtube.com/sjalfstaedisflokkur , kannski eru ekki allir fullkomnir, en innan Sjálfstæðisflokksins er mikið af góðu fólki.

Kristinn Svanur Jónsson, 18.4.2009 kl. 20:29

5 identicon

Þá vil ég benda á, í framhaldi af seinasta commentinu sem rataði hingað inn, að það er hvergi að finna "ILLT" fólk í neinum af þessum flokkum. Það er hins vegar mishæft fólk með misgóðar hugmyndir. Sætabrauðsmyndbönd af bindisklæddum sjálfstæðismönnum breytir því ekki að sjálfstæðisflokkurinn er búinn að skjóta sig í fótinn, hendurnar, bringuna og hausinn.

En annars er ég sammála því að Ástþór megi aðeins þreifa betur fyrir mörkunum. Þótt hann virðist nettklikkaður þá má hann nú eiga það samt sem áður að það er margt til í því sem hann er að segja. Og þetta var tilfellið, lýðræðishreyfinguna var hvergi að finna á vef RÚV. Þrátt fyrir að hann hefði margbent á það. Menn gera því eðlilega mál úr slíku.

En athugið svo annað.. Þessar róttæku aðgerðir eru heldur betur að skila sér. Það vissi nánast enginn af lýðræðishreyfingunni fyrir örfáum dögum. Nú veit þjóðin af henni ;)

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 03:32

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það er mjög sérkennilegt að lesa færslur Ástþórs á eigin bloggsíðu þegar hann talar sífellt um sig í þriðju persónu eins og kóngafólkið.

Ásgeir Rúnar Helgason, 19.4.2009 kl. 09:31

7 identicon

Mér finnst í góðu lagi að Ástþór stundi öðruvísi kosningabaráttu en gömlu mafíu- og spillingarflokkarnir. Hann ber þó ekki beina ábyrgð á hruni landsins eins og gömlu flokkarnir gera - og vilja ekki viðurkenna. Skömm sé þeim.

Babbitt (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 15:22

8 identicon

Sendum Ástþór á þing þeir eiga það skilið sem þar verða!! Þá verður fjör og fólk fer að fylgast með Alþingi meir en nokkru sinni fyrr.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband