Listi Sjálfstæðisflokksins í Kraganum samþykktur

Sjálfstæðisflokkurinn Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í Valhöll fyrr í þessum mánuði. Stillt var upp á listann í kjölfar prófkjörs í kjördæminu sem fram fór 11. nóvember sl. Mikil endurnýjun er í efstu sætum frá síðustu þingkosningum, en aðeins tveir sitjandi þingmenn eru í öruggum þingsætum á framboðslistanum.

Í kosningunum 2003 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi og er stærstur flokka þar og því er Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fráfarandi leiðtogi flokksins, fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hann leiðir nú lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin nýr leiðtogi í Kraganum í prófkjörinu.

Athygli vekur að Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður, sem hlaut sjöunda sætið í prófkjörinu er ekki í því sæti á framboðslistanum. Hún skipar 22. sætið, eitt heiðurssætanna, og er því á útleið af Alþingi að vori. Hún mun því helga sig bæjarmálum í Kópavogi. Í komandi kosningum fjölgar þingmönnum kjördæmisins um einn, úr 11 í 12, á kostnað Norðvesturkjördæmis.

Listinn er skipaður eftirtöldum:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Hafnarfirði.
2. Bjarni Benediktsson, alþingismaður, Garðabæ.
3. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi.
4. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, Kópavogi.
5. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Garðabæ.
6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri, Mosfellsbæ.
7. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.
8. Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, Mosfellsbæ.
9. Pétur Árni Jónsson, ráðgjafi, Seltjarnarnesi.
10. Sigríður Rósa Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Álftanesi.
11. Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri, Seltjarnarnesi.
12. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, Garðabæ.
13. Örn Tryggvi Johnsen, vélaverkfræðingur, Hafnarfirði.
14. Guðni Stefánsson, stálvirkjameistari, Kópavogi.
15. Gísli Gíslason, lífeðlisfræðingur, Álftanesi.
16. Stefanía Magnúsdóttir, varaformaður VR, Garðabæ.
17. Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, Seltjarnarnesi.
18. Hilmar Stefánsson, nuddari, Mosfellsbæ.
19. Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona, Hafnarfirði.
20. Guðrún Edda Haraldsdóttir, markaðsstjóri, Seltjarnarnesi.
21. Almar Grímsson, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.
22. Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður og bæjarfulltrúi, Kópavogi.
23. Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, Kópavogi.
24. Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra, Mosfellsbæ.

mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn birtir framboðslista í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband