Írísi á þing - þrír turnar í Suðurkjördæmi

Ég er ánægður með að Sjálfstæðisflokkurinn leiðir í könnuninni í Suðurkjördæmi. Mikil endurnýjun hefur orðið á listanum þar og þrjár konur í fjórum efstu sætunum, allar nýjar í þingframboði á svæðinu, þar af leiðtoginn Ragnheiður Elín Árnadóttir og svo er Unnur Brá í öruggu þingsæti. Flokkurinn virðist mjög tryggur með þrjá menn og vantar herslumuninn á að tryggja Írísi Róbertsdóttur, kennara í Vestmannaeyjum, inn á þing. Hún yrði glæsilegur fulltrúi fyrir Eyjamenn inn á þing.

Stóru tíðindin í þessari könnun eru reyndar tvenn að mínu mati; hversu traust staða vinstri grænna er orðin í Suðrinu og hve veik staða Framsóknarflokksins er orðin í þessu forna lykilvígi sínu, þar sem Guðni Ágústsson var sem kóngur í ríki sínu mjög lengi. Framsókn veiktist reyndar nokkuð í Suðrinu síðast, en þær kosningar voru flokknum mjög erfiðar um nær allt land. Framsóknarmenn hljóta að vera orðnir örvæntingarfullir yfir stöðunni.

Mér finnst merkilegt hvað Samfylkingin er sterk í Suðrinu með viðskiptaráðherra bankahrunsins, sem gjörsamlega brást á vaktinni, í forystusætinu. Mikið er reyndar talað um hvað hann sé lítið sýnilegur í baráttunni, sem kemur varla að óvörum. Oddný Harðardóttir og Róbert Marshall eru mun meira auglýst. Þeir fóstbræður Össur, Kristján Möller og Björgvin, karlráðherrar Þingvallastjórnarinnar, sjást reyndar varla í baráttunni.

Eitt vekur líka athygli. Borgarahreyfingin mælist illa á landsbyggðinni og kemur það vel fram þarna. Þeirra styrkleiki virðist helst vera á 101 og nágrannasvæðum.

mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband