Kristján Ţór hćtti vegna ţrýstings frá Samfylkingu

Kristján Ţór Kristján Ţór Júlíusson, bćjarstjóri, upplýsir í kvöld á heimasíđu sinni ađ hann hafi ákveđiđ ađ láta af starfi bćjarstjóra í upphafi nýs árs vegna ţrýstings frá Samfylkingu, samstarfsflokki Sjálfstćđisflokksins í bćjarstjórn Akureyrar frá ţví í júní. Kristján Ţór hefur veriđ bćjarstjóri á Akureyri frá 9. júní 1998 og var ţá gerđur viđ hann ráđningarsamningur sem endurnýjađur var án teljandi breytinga eftir kosningarnar 2002 og 2006. Sú stađa var ţó breytt eftir kosningarnar í vor ađ Sjálfstćđisflokkurinn fékk ekki embćtti bćjarstjóra út kjörtímabiliđ.

Orđrétt segir Kristján Ţór á vef sínum: "Ţađ ađ ég hćtti störfum sem bćjarstjóri fyrr en samningurinn um meirihlutasamstarfiđ kveđur á um, er sameiginleg ákvörđun meirihlutaflokkanna í bćjarstjórn Akureyrar. Samstarfsflokkur okkar sjálfstćđismanna gerđi ţá kröfu ađ ég léti af starfi bćjarstjóra Akureyrar í kjölfar ţess ađ ég hefđi sigur í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi. Samfylkingunni fannst ţađ ekki ásćttanlegt ađ ég gegndi starfi bćjarstjóra á sama tíma og ég leiddi lista sjálfstćđismanna í kosningabaráttu fyrir Alţingiskosningarnar á komandi vori.

Ég varđ međ öđrum orđum ađ afsala mér starfinu sem fyrst í kjölfar prófkjörsins svo meirihlutinn héldi í stađ ţess ađ gegna starfinu lengur. Ţegar ég nú hyggst láta af störfum, eftir 9 ár í embćtti bćjarstjóra er rétt ađ árétta ađ samningur minn um kaup og kjör, og ţar međ talin biđlaun, byggir á samningi sem var undirritađur áriđ 1998 en framlengdur tvívegis, 2002 og 2006. Slíkur samningur var fyrst undirritađur á Akureyri fyrir meira en 20 árum og ég er síst ađ fá meira í minn hlut en forverar mínir í embćtti eđa ađrir einstaklingar sem gegnt hafa hliđstćđu embćtti í öđrum lykilsveitarfélögum landsins.

Ég mun láta af embćtti sem bćjarstjóri á Akureyri ţann 9. janúar n.k. Ég hef uppfyllt öll ákvćđi ráđningarsamnings míns og veit ađ vinnuveitandi minn Akureyrarbćr mun gera slíkt hiđ sama gagnvart mér, eins og hann hefur undantekningalaust gert gagnvart forverum mínum í starfi  svo og öllum öđrum starfsmönnum sínum sem rétt hafa átt til biđlauna."

Skv. ţessu má skilja sem svo ađ Kristján Ţór muni ţiggja ţau sex mánađa biđlaun sem samningur hans segir til um. Í ljósi ţess ađ Samfylkingin gerđi kröfu um ađ hann hćtti sem bćjarstjóri og hann gerđi ţađ til ađ tryggja ađ meirihlutinn í bćjarstjórn Akureyrar gćti setiđ áfram međ eđlilegum hćtti er ekki óeđlilegt ađ hann ţiggi ţessi biđlaun ađ mínu mati.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband