Stjórnmálamenn verða að leggja allt á borðið

Frétt kvöldsins um að FL Group og Baugur hafi styrkt frambjóðendur í prófkjörum árið 2006 staðfestir illan grun um óeðlileg afskipti og stjórnmálamenn hafi hreinlega verið keyptir. Mikilvægt er að þessir stjórnmálamenn og allir aðrir sem voru í prófkjörsslag í aðdraganda þingkosninganna 2007 leggi allt bókhald sitt á borðið og opni upp á gátt. Fyrr verður ekki sátt í samfélaginu um þessi mál en allt hefur verið opinbert.

Þeim stjórnmálamönnum sem nefndir eru og öðrum í hörðum og dýrum prófkjörsslag ætti að vera greiði gerður að opna allt hafi þeir ekkert að fela. Siðferðisleg skylda þeirra er að tala hreint út til kjósenda og sýna okkur á bakvið tjöldin í prófkjörsbókhaldið. Ekkert annað boðlegt í þessari stöðu.

Ef þeir vilja ekki sýna okkur bókhaldið og sverja fyrir þessa styrki eiga þeir að hugsa sinn gang. Þessi frétt opnar allavega ljót baktjaldavinnubrögð og sýnir að það er fjarri því bara tengt Sjálfstæðisflokknum.

mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta heilshugar...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband