Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í RS

Staða Sjálfstæðisflokksins í einu helsta lykilvígi sínu, Reykjavík suður, undir forystu Guðlaugs Þórs er alveg skelfileg. Eðlilegt væri að þeir sem töldu í lagi að horfa fram hjá styrkjamálinu eins og ekkert hafi gerst og sætta sig við það sem þar kom fram og horfa fram á veginn sætti sig við að fólk skrifar ekki upp á þessi vinnubrögð. Ég skrifaði fjölda pistla um páskana þar sem ég sagði að mikilvægt væri að menn öxluðu ábyrgð, flokksins vegna.

Slíkt fylgishrun í því kjördæmi sem viðkomandi maður leiðir þarf því varla að koma að óvörum, enda flokkurinn að missa nærri helming fylgisins. Þessi niðurstaða hlýtur að vekja spurningar um hvað hefði verið réttast fyrir flokkinn í þessari stöðu. Vonlaust er að búast við að kjósendur skrifi upp á leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu eftir það sem á undan er gengið.

Eðlilegt er því að velta fyrir sér hvort hann verði strikaður út og færður neðar á listann af kjósendum sjálfum.

mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Útkoman í Kraganum samkvæmt skoðanakönnunum er nú ekkert mikið skárri.  Þar eru forystumenn flokksins í framboði og þetta hefur verið eitt höfuðvígi flokksins sögulega.  Ég held að það sé mjög langsótt að ætla að hengja einn mann út af þessum styrkjum.  Flokkurinn tók við þessum styrkjum en hefur nú ákveðið að þeim verði skilað.

Guðmundur Pétursson, 23.4.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband