Skellur fyrir siðapostula í Samfylkingunni

Mér finnst það táknrænt að þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem mest hafa talað um gegnsæi og heiðarleika séu nú staðnir að því að hafa fengið háa styrki frá Baugi og FL Group, án þess að hafa sjálf gefið það upp. Þau eru teymd á braut sannleikans af fjölmiðlum. Þetta lyktar því miður af mútum, enda upphæðirnar háar og tengslin vekja grunsemdir.

Mér finnst samt merkilegt að þessir þingmenn hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir lokað bókhald og leynivinnubrögð. Þau fá heldur betur skellinn fyrir sitt lokaða bókhald.

mbl.is Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það táknrænt?

Pétur Maack (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Sólveig Ingólfsdóttir

Hvernig væri að sjá allt bókhald allra flokka síðustu 18 árin og sjá hvað kemur út úr því úr öllum prófkjörum þingmannna síðustu 18 ár þá fyrst sjáum við hver er spilltastur og hvort nokkur er skjannahvítur ég efa það  stórlega EKKI PIKKA BARA ÚT FÓLK ALLA ÞINMENN OG RÁÐHERRA  ÞAÐ Á ÞJÓÐIN RÉTT Á AÐ VITA.

KV.

SÓLVEIG

Sólveig Ingólfsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:47

3 identicon

Hefur þetta fólk greitt skatta af þessum tekjum ??

Þau neyta að leggja spilin á borðið enda liggja þau undir mútum.

T.d Rei málið og Helgi Hjörvar með lofgreinar um gjöfina til FL group og Glitnis. 

Bobo i heimunum (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband