Styttist í ráđherraskipti í Pentagon

Robert GatesFlest bendir til ţess ađ öldungadeild Bandaríkjaţings muni á morgun stađfesta Robert Gates sem nýjan varnarmálaráđherra Bandaríkjanna og ţá muni formlega ljúka langri ráđherratíđ hins umdeilda Donalds Rumsfelds í Pentagon. Hermálanefnd Bandaríkjaţings samţykkti skipan Gates samhljóđa í gćr og nú fer máliđ fyrir ţingdeildina sjálfa. Er full samstađa međal beggja flokka um tilnefningu Bush forseta á Gates. Sérstaklega eru demókratar áfjáđir í ađ stađfesta Gates til ađ binda enda á ráđherraferil Rumsfelds.

Gates vann stuđning ólíkra afla viđ tilnefningu sína og hlaut ađdáun landsmanna međ afdráttarlausri framkomu og hiklausum svörum í fimm tíma yfirheyrslu fyrir hermálanefndinni í gćr. Ţar sagđi Gates ađ árás á Íran eđa Sýrland kćmi ekki til greina, nema sem algjört neyđarúrrćđi. Ţá sagđist hann ekki telja ađ Bandaríkin séu á sigurbraut í Írak og ţar sé mikiđ verk óunniđ eigi sigur ađ vinnast í bráđ. Sagđist hann vera opinn fyrir nýjum hugmyndum varđandi málefni Íraks. Athygli vakti ađ hann tók undir stađhćfingar demókrata í nefndinni um ađ ástandiđ í Írak vćri óásćttanlegt og lagđi áherslu á uppstokkun á stöđu mála.

Val Bush forseta á Robert Gates í stađ Donalds Rumsfelds var til marks um uppstokkun mála og upphaf nýrra tíma, enda er Gates allt annarrar tegundar en Rumsfeld. Brotthvarf Rumsfelds veikir t.d. Dick Cheney í sessi innan ríkisstjórnarinnar, en Cheney, sem varnarmálaráđherra í forsetatíđ Bush eldri 1989-1993, og Rumsfeld voru menn sömu áherslna og beittari en t.d. forsetinn sjálfur í raun. Gates hefur mikla reynslu ađ baki og annan bakgrunn en Rumsfeld. Hann vann innan CIA í ţrjá áratugi undir stjórn sex forseta úr báđum flokkum (hann var forstjóri CIA í forsetatíđ George H. W. Bush, föđur núverandi forseta) og verđur nú ráđherra í ríkisstjórn ţess sjöunda.

Donald RumsfeldŢađ eru svo sannarlega tímamót sem verđa nú í valdakerfinu í Washington viđ brotthvarf Donalds Rumsfelds úr ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann hefur veriđ varnarmálaráđherra Bandaríkjanna alla forsetatíđ George W. Bush og veriđ viđ völd í Pentagon ţví frá 20. janúar 2001. Rumsfeld er elsti mađurinn sem hefur ráđiđ ríkjum í Pentagon, en jafnframt sá yngsti en hann var varnarmálaráđherra í forsetatíđ Gerald Ford 1975-1977. Hann er ţví međ ţaulsetnustu varnarmálaráđherrum í sögu Bandaríkjanna.

Herská stefna hans hefur veriđ gríđarlega umdeild og hann er án nokkurs vafa umdeildasti ráđherrann í forsetatíđ Bush og í raun síđustu áratugina í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Hefur stađa hans sífellt veikst síđustu tvö árin, í ađdraganda forsetakosninganna 2004 og eftir ţćr, vegna Abu-Ghraib málsins og stöđunnar í Írak. Honum var ekki sćtt lengur eftir ţingkosningarnar í nóvember og hefđi í raun átt ađ fara frá eftir kosningarnar 2004.

Brotthvarf hans úr ráđherraembćtti og húsbóndaskipti í Pentagon breyta hiklaust mjög svipmóti ríkisstjórnar Bush forseta og tryggir ađ líklegra sé ađ repúblikanar og demókratar getiđ unniđ saman međ heilsteyptum hćtti ţann tíma sem ţeir verđa ađ deila völdum hiđ minnsta, eđa fram ađ forsetakosningunum eftir tćp tvö ár, ţar sem eftirmađur George W. Bush verđur kjörinn.


mbl.is Gates telur Bandaríkin ekki á sigurbraut í Írak
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband