Ótrúlegt sjálfsmark hjá vinstri grænum

Ég man í seinni tíð ekki eftir öðru eins sjálfsmarki hjá nokkrum stjórnmálaflokki í aðdraganda kosninga eins og því þegar Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra vinstri grænna, lagðist gegn olíuleit á Drekasvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nafni flokksins. Þeir verða lengi að bíta úr nálinni með þetta heimskupar og eðlilegt að leitað sé viðbragða Steingríms J. og annarra forystumanna um hvort þetta sé virkilega skoðun VG.

Ekki er það björgulegt ef þessi flokkur fær forystusess hér í Norðausturkjördæmi eða á landsvísu með þessa skoðun sem kemur sér illa, einkum fyrir þá á Vopnafirði. Enn fjölgar málum sem skilur að vinstriflokkanna og vandséð hvernig slík stjórn getur verið trúverðug komist hún á lappirnar á næstu dögum án Framsóknar.

Ekki er auðvelt að sjá hvernig muni ganga að ná slíkri stjórn saman þegar hún talar sig í sundur í hverju lykilmálinu á eftir öðru.

mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri græn leggjast ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu

22.4.2009

Vinstrihreyfingin – grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Þingmenn Vinstri grænna studdu málið á Alþingi 2001 og sátu hjá ásamt Samfylkingunni við breytingar á lögunum 2007 og aftur fyrir jól 2008, vegna breytinga á skipulagslögum og mengunarvarnarreglugerð.

Vinstri græn hafa að sjálfsögðu sett alla fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunarvarnir við mögulega olíuleit og olíuvinnslu eins og í öllum öðrum málum, en þingmenn flokksins hafa stutt hugmyndir um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á norðanverðum Austfjörðum.


Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband