Kolbrún reynir að bæta fyrir klúðrið sitt

Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, reynir að bæta fyrir pólitískt sjálfsmark sitt með vandræðalegri yfirlýsingu þar sem gerð er tilraun til að draga í land með ummæli sem koma sér mjög illa fyrir vinstri græna og gera þá mjög óábyrga, svo vægt sé til orða komið. Skoðun Kolbrúnar var þó algjörlega skýr, hún situr sem umhverfisráðherra í skjóli síns flokks og Samfylkingarinnar og átti að gera sér grein fyrir að orð hennar sem ráðherra umhverfismála myndi vekja athygli og merkja afstöðu flokksins hennar.

Kannski hefur Kolbrún ekki áttað sig á því að hún sem ráðherra er ekki bara að tala fyrir prívatskoðunum sínum heldur verða ummæli hennar merkt þeim flokki sem hún er í fararbroddi fyrir. Þetta vandræðalega sjálfsmark hennar verður því um leið sjálfsmark flokksins. Ég efa ekki að vinstri grænir hafi fengið hörð viðbrögð í kvöld eftir heimskulega yfirlýsingu Kolbrúnar, sérstaklega hér í Norðausturkjördæmi þar sem formaðurinn eygir von á að fá mest fylgi um helgina.

En oft talar innsta eðlið þegar fólk talar og ég held að sú sé raunin með Kolbrúnu í því sem hún sagði. Þetta er innsta eðlið hjá VG sem talar þarna.


mbl.is Kolbrún segir þingflokk VG ekki hafa lagst gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Segjum við ekki bara Gleðilegt VG sumar og glottum út í bæði.

Hvað taka margir upp tússpennann í kjörklefanum og afmá (strika ekki út) nafn Kolbrúnar.

Ég giska á minnst 10000 og í staðin fær hún öruggt atkv. frá Árna Finnssyni.

Ekki slæm skipti fyrir hana.

Sverrir Einarsson, 23.4.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þessi yfirlýsing Kolbrúnar var GLÆPSAMLEGA vitlaus, bilun að láta svona út úr sér og gefur innsýn í stjórnmálamann sem er bara eitthvað "klikk".  Svona heimskulegt blaður (sjálfsmark) eyðilegur trúverðugleika VG, og ég ímynda mér að svona 5-15% af óákveðnum kjósendum hafi hætt við að kjósa VG...!  Þeir sem kjósa VG þurfa auðvitað að ganga meðfram veggjum, þegar ráðherra þeirra talar eins og "fæðingar hálfviti...".  Henni verður aldrei aftur boðið ráðherrastól, enda er hún vægast sagt ömurlegur stjórnmálamaður...!  Þjóðar ógæfa hversu lélega, vitlausa & spilta stjórnmálamenn við eigum.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 23.4.2009 kl. 13:41

3 identicon

Sammála þér Stefán, ýmis ummæli frá henni Kolbrúnu eru vægast sagt undarleg og ég velti því fyrir mér stundum hvort að það sé ekki best fyrir hana að hvíla sig á stjórnmálunum og taka upp fyrri störf hjá Þjóðleikhúsinu sem hvíslari.

Það mun ekki koma mér á óvart ef að hún fær margar útstrikanir á laugardaginn, ég vona það allavega.

Emil Valsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband