Svipta þarf hulunni af Icesave-leyndarmálum

Mér finnst mjög mikilvægt að leyndarhjúpnum verði svipt af Icesave-málinu. Tímabært er að þjóðin fái að vita sannleikann og allir þættir málsins verði gerðir opinberir. Mér finnst það ekki smekklegt að stjórnarflokkarnir sem talað hafa um opin og gegnsæ vinnubrögð haldi þessum upplýsingum frá þjóðinni, þetta á að gera opinbert og opna fyrir fólkinu í landinu.

Traust er mikils virði í stjórnmálum. Nú reynir á hvort stjórnvöld vilji opin og gegnsæ vinnubrögð eða standa vörð um leyndarhjúp. Icesave-málið er stórt og umfangsmikið í sagnfræði bankahrunsins, nú sem í sögubókum framtíðar. Burt með leyndina!

mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Siv er að ýja að er löngu vitað. Björgólfur Þór var að flytja á milli embættismanna/stjórnmálamanna upplýsingar um hugsanlega flýtimeðferð á Icesave-reikningunum. Tryggvi Þór Herbertsson þáverandi efnahagsráðunautur Greirs H. Haarde vissi af þessu og sagði forsætisráðherra. Hann tók þessi skilaboð ekki alvarlega. Þetta og fleira gerði það að verkum að Tryggvi Þór hætti.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband