Vinstri grænir kasta grjóti úr glerhúsi

Ekki finnst mér það merkilegt hjá Steingrími J. Sigfússyni að hindra almenn skoðanaskipti með því að kæra auglýsingu VefÞjóðviljans og sjálfstæðismanna í Norðvestri. Vinstri grænir kasta grjóti úr glerhúsi með þessu, enda hafa ungir vinstri grænir verið að dreifa kosningaáróðri með mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og ekki haft í heiðri sjálfir þau vinnubrögð sem þau telja brotin.

Steingrímur J. þoldi ekki grínauglýsingar Framsóknarflokksins, einkum ungliðanna, í sinn garð árið 2007 og frægt var þegar hann nöldraði yfir því í kosningaþætti þá við Jón Sigurðsson, þáverandi formann Framsóknarflokksins. Á meðan hans flokkur dreifir áróðri með myndum af Bjarna Ben er þetta blaður Steingríms honum mest til skammar.

mbl.is Segja VG hindra skoðanaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

Það voru, eins og þú segir, ung vinstri græn sem gerðu barmmerkin með enn einum manninum (Bjarna Ben), ekki hans flokkur. Ung vinstri græn hafa ekki sömu skoðanir í öllu og Vinstri græn.

Rúna Vala, 26.4.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband