Þöggun vinstriflokkanna mikið áhyggjuefni

Niðurstöður síðustu kannana fyrir kosningarnar á morgun færa okkur þær skelfilegu vísbendingar beint í æð að vinstriflokkarnir, sem sitja á mikilvægri skýrslu um efnahagslífið og reyna að afvegaleiða almenning, muni í fyrsta skipti í lýðveldissögunni geta myndað einir meirihlutastjórn, jafnvel undir forsæti öfgavinstriflokks með forræðishyggju og ríkisyfirtöku fyrirtækja að leiðarljósi í pólitískri baráttu sinni.

Mikið áhyggjuefni er fyrst og fremst að þjóðin fái ekki beint aðgang að mikilvægri skýrslu sem kortleggur stöðu efnahagskerfisins degi fyrir kosningar. Hvað er að fela? Hvers vegna þessi leyndarhyggja og þöggun í nafni vinstriflokkanna? Eru þetta ekki sömu flokkar sem töluðu um gegnsæ og traust vinnubrögð fyrir nokkrum mánuðum og töluðu gegn leyndarhjúp á mikilvægum staðreyndum?

Hvernig geta svo kjósendur hér í Norðausturkjördæmi kosið flokka sem leggjast gegn álveri á Bakka og olíuborun, mikilvæg atriði í framtíðarsýn í uppbyggingu samfélagsins. Munum ummæli ráðherranna Össurar og Kolbrúnar og hugleiðum hvort flokkar þeirra verðskuldi traust.

Eftir alla þöggunina, leyndarhjúpinn á lykilmálum og atlögu að mikilvægri atvinnuuppbyggingu verðskuldar vinstrið ekki traust. Hugleiðum fyrst og fremst eitt, hversvegna fær þjóðin ekki að vita hver staðan er í aðdraganda kosninga? Hvað eru vinstriflokkarnir að fela?


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, tek undir áhyggjur þínar af niðurstöðum kannana undanfarna daga og sér í lagi hve VG menn og konur eru að klúðra málefnalegri umræðu með illa ígrunduðum fyrirsögnum sem fæla menn bókstaflega frá flokknum! Ekki er það skárra hjá Framsókn með heimsendaspá Sigmundar og ekki tiil þess fallið að græða frið hjá þjóðinni á þessari ögurstundu! Eini flokkurinn sem ekki hefur fallið í þá gryfju að láta "fyrirsagna" ummæli falla er Sjálfstæðisflokkurinn, svona er þetta í minum augum, ég ætlaði að kjósa VG en er sennilega hættur við, get ekki með nokkurri sanfæringu stutt Sigmund, hvað þá Frjálslynda, nefni ekki orði á lýðræðishreyfingu Ástþórs hvað stendur eftir? jú, Borgarahreyfingin eða Samfylking, "notabene" X D kemur einnig sterklega  til greina, af hverju, jú t.d. vegna mikillar endurnýjunar í flokknum og mjög yfirvegaðrar og látlausrar kosningabaráttu af þeirra hálfu! Hana nú

Guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Steingrímur útsýrði þetta í kvöld og jarðaði allt þetta bull sem var í gangi.

Honum er treystandi.   Þinn maður stóð sig hvorki vel né illa, lítt eftirminnileg frammistaða þar.

Oddur Ólafsson, 24.4.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband