Evrópumálin úr sögunni í vinstrasamstarfi

Stóru tíðindin eftir umræðuþátt flokksleiðtoganna í kvöld er að Steingrímur J. Sigfússon afskrifaði algjörlega aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu ári og mun ekki semja um nein slík skref í stjórnarmyndun að þessu sinni og mun ekki ganga að afarkostum Samfylkingarinnar.

Af mörgum afdráttarlausum yfirlýsingum gegn ESB úr herbúðum er þessi frá formanninum sjálfum mest afgerandi og setur í raun vinstristjórnarvalkostinn í uppnám, muni Samfylkingin standa við hótanir sínar.

Augljóst er að það stefnir í líflegar og jafnvel langvinnar stjórnarmyndunarviðræður, enda hefur VG sagt hreint út að þeir muni ekki stökkva á Evrópuhraðlestina með Samfylkingunni.

Slík tíðindi skipta miklu máli kvöldið fyrir kjördag, því er ekki hægt að neita.

mbl.is Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er álit þitt á Steingrími. Tek hattinn ofan fytrir honum ef hann verður ekki fallinn fyrir árslok. Annars fannst mér miklu fróðlegra að heyra hvernig hinn saklausi Skallagrímur (í kvöld á RUV TV) skammaði Sigmund frammara með að fara með fleipur um ástand bankanna "án þess að nefna nokkrar staðreyndir máli sínu til stuðnings"  Bíddu, bíddu, er þetta ekki sami Skallagrímur sem hundrað sinnum hefur endurtekið "ég var búinn að segja þetta allt fyrirfram" en kom hann nokkru sinni með nokkrar staðreyndir S'ÍNU máli til stuðnings ?  Nostradamus sagði að einhverntíman færi allt til fjandans, hafði hann ekki líka rétt fyrir sér. Napóleon drap 680.000 unga drengi í sínum her í Rússlandi, Stalín og co drápu hvað 50 milljónir, Hitler var líka duglegur og svo kom engillinn hann Mao, ca 100 milljónir. Já, það er alltaf von á spámönnum og Skallagrímur is the greatest, ekki satt ? Munum bara að Davíð varaði Ingibjörgu Sólrúnu við hættunum, hún fylgdi sinn staðföstu ákvörðun að trúa aldrei á Davíð og sagði engum í sínum flokki frá hans orðum, ekki Össuri, ekki Jógu, ekki Björgvini og svo þóttist hún vera stjórntæk, er nú orðin dýrasta kona Íslands frá upphafi, einfalt mál !

össi (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bendi þér á tvær lykilsetningar sem Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon sögðu í síðustu tveimur sjónvarpsumræðum og benda þvert á móti til þess að sótt verði um aðild að ESB ekki síðar en næsta haust.

Um þetta blogga ég í pistli mínum í kvöld.

Ómar Ragnarsson, 24.4.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Útkoma Samfylkinfarinnar ræður úrlsitum um þetta mál. Ef ekki verður mikill munur á flokkunum ræður VG Evrópuferðinni en ef Samfylking kemur strek út verður annaðhvort ekki mynduð stjórn með VG eða VG verður að láta Samfylkingunni eftir ESB-málið. Samfylkingin getur ekkert annað en kílt á ESB-málið ef hún fær styrk til þess.

- ESB hefur vegið það þungt í kosningabáráttunni sem og aðdraganda stjórnarslitanna við Sjálfstæðisflokk að Samfylkingin getur aldrei annað en sett það á oddinn ef kjósendur gefa merki um það. - Það veit Steingrímur vel.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.4.2009 kl. 02:41

4 identicon

það er sama hvað hver segir, VG mum að öllum líkindum ekki fara í stjórn með Samfylkingu að öllu óbreyttu, of mikill er ágreiningur þeirra um aðild að EB. Þeir nunu biðla til Sjálfstæðísflokks og er ég nokkuð hlynntur því. enda benti ég á þetta  fyrir nokkru!

http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/861038/

Guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:59

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Við þurfum ráð sem duga okkur til bjargar NÚNA en ekki eitthvað sem skapar FESTU eftir ca 12 - 15 ár þegar við uppfyllum þau skilyrði sem til þarf til að komast í ESB. Annað er kjaftæði. Og þegar þessi skilyrði verða uppfyllt þá þurfum við SÍST á inngöng í ESB....við þurfum fyrst og fremst stöðuleika í peningamálum, skifta um gjaldmiðil, evran er ekki í boði nema með inngöngu í ESB, þannig að hún er út af borðinu, við ættum helst að taka bara upp dollarl og það strax.

Sverrir Einarsson, 25.4.2009 kl. 10:07

6 identicon

Flott trix hjá Samfylkingu og Vinstri Grænum til að ná góðum meirihluta á Alþingi xS tekur ESB fylkinguna til sín og xV tekur hina sem ekki vilja aðild að sambandinu 

Kjósendur þessara flokka vera svo að sjá hvor hópurinn verður svikinn þegar þeir gera nýjan stjórnarsáttmála sem þarf ekki endilega að gerast strax eftir kosningar annars kæmi það mér ekkert á óvart að þeir séu nú þegar búnir að ganga frá honum án þess að upplýsa þjóðina hvað sá samningurur gerir fyrir kjördag.

Afhverju ef svo er fáum við að vita eftir kjördag!!

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 10:45

7 identicon

Tek undir með Ómari og Helga Jóhanni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband