Öldungadeildin staðfestir skipan Robert Gates

Robert Gates Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti fyrir stundu skipan Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Stormasömum ráðherraferli Donalds Rumsfelds lýkur senn þegar að Gates mun formlega sverja embættiseið sinn. Robert Gates verður 22. varnarmálaráðherrann í sögu Bandaríkjanna, sá annar í forsetatíð George W. Bush. Það eru tímamót að Donald Rumsfeld yfirgefi nú ríkisstjórn Bandaríkjanna og eflaust gleðjast margir með það nú á þessu kvöldi.

95 þingmenn öldungadeildarinnar staðfestu skipan Gates en tveir þingmenn repúblikana; Rick Santorum og Jim Bunning greiddu atkvæði gegn honum. Gates var staðfestur af hermálanefnd öldungadeildarinnar í gær. Var ekki búist við formlegri staðfestingu þingdeildarinnar fyrr en á morgun en henni var flýtt.

Var þingmönnum beggja flokka eflaust það mjög mikið keppikefli að klára staðfestinguna af svo binda megi enda á ráðherraferil Rumsfelds, sem er einn umdeildasti ráðherrann í ríkisstjórn Bandaríkjanna á síðustu áratugum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband