Vandræðagangur Ingibjargar Sólrúnar

ISGÞað voru mikil tímamót sem urðu hjá Samfylkingunni á fundi í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Þar viðurkenndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opinberlega og heiðarlega stærsta og augljósasta vanda flokksins: þjóðin treystir ekki flokknum fyrir völdum við landsstjórnina. Það er heiðarlegt og rétt mat hafandi farið yfir nýjustu skoðanakönnun Gallups. Þar mælist Samfylkingin með 16 þingsæti.

Eitthvað hefur þessi hreinskilni Ingibjargar Sólrúnar hitt lítið í mark hjá Össuri Skarphéðinssyni, formanni þingflokksins, og skal engan undra í sannleika sagt. Það er enda verið að reyna að brennimerkja stöðu flokksins öðrum en formanninum. Orðin eru vantraust formannsins á sitt lið, einkum þá sem þar hafa lengst verið. Það eru enda fá dæmi um það að flokksformaður hafi talað eins hreinskilið og napurt um samstarfsmenn sína. Það er því varla undur að þessi ummæli hafi níst inn að beini hjá þeim sem lengst þar hafa unnið.

Það er athyglisvert að sjá svona ræðu á galopnum fundi frammi fyrir fjölmiðlum. Vaninn er ef að þú vilt veita þeim sem næst þér standa eitthvað tiltal þá gerirðu það ekki í fjölskylduboði eða vinnustaðafögnuðinum. Vaninn er að það sé gert bakvið tjöldin og með lágstemmdum hætti. En þetta er öðruvísi þarna og vandræðagangurinn verður enn meiri. Ingibjörg Sólrún getur haldið tölu yfir þingflokknum á hverjum degi á fundum með þingmönnum en þarna var talað til þjóðarinnar. Skilaboðin voru skýr. Flokknum hefði mistekist verk sitt, en nú væri hún komin til sögunnar til að bjarga málunum. Meiri vandræðagangurinn.

Ætlar Ingibjörg að kenna þingflokknum um ef illa fer að vori? Ber hún enga ábyrgð á stöðunni nú, eftir eins og hálfs árs formennsku? Egill Helgason var hreinskilinn á Stöð 2 í kvöld. Hann sagði Ingibjörgu Sólrúnu vera orðinn laskaðan stjórnmálamann sem gæti litlu bjargað héðan af. Egill kemur á óvart í túlkun sinni og fær prik fyrir að segja það sem augljóst er. Þetta er auðvitað nokkuð rétt ályktun og mat hjá Agli.

Ingibjörg Sólrún sagði í Reykjanesbæ stöðuna eins og hún er með heiðarlegum hætti: þingflokkur Samfylkingarinnar nýtur ekki trausts landsmanna. Það er brennimerkt á enni flokksins. Kaldhæðnislegt mjög. Fyndnast af öllu var að á þriðjudaginn í þinginu var sami þingflokkur orðinn fínn og flottur að hennar mati. Þvílíkur vandræðagangur.


mbl.is Lífleg umræða um ræðu formanns Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ávallt skal það fara illa með þingmann að segja sannleikann. 

hverjar eru fréttirnar? Engar... Væri ekki staðreyndin sú að ef fólk treystii Samfylkingunni fullkomnlega þá væri hún í meirihluta?

Þetta er ekki-frétt ársins. 

Kristján Lundberg (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband