Biðin styttist eftir tölum í sögulegum kosningum

Biðin eftir fyrstu tölum í þingkosningunum 2009 er að taka enda. Ég tel engan vafa leika á að þetta séu mest spennandi og áhugaverðustu kosningar sem ég hef fylgst með allt frá því að ég vakti fyrst á kosninganótt árið 1987. Í þeim kosningum beið Sjálfstæðisflokkurinn sögulegt afhroð, eftir baráttu við klofningsframboð. Sama virðist gerast að þessu sinni, en flokkurinn hefur nú við annan djöful að draga.

Biðin síðasta klukkutímann eftir tölum er oft ansi löng og erfið. Við vonum svo að úrslitin verði hagstæðari en kannanir hafa sýnt, þó enginn vafi leiki á að söguleg þáttaskil verði í kvöld. Stóra spurningin er þó hversu hagstæð úrslitin verða fyrir vinstriflokkana.


mbl.is Dregur úr biðröðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband