Kolbrún fellur af þingi - bjartur punktur í myrkri

Bjartasta ljósið í myrkrinu í þessum þingkosningum er að mínu mati fall Kolbrúnar Halldórsdóttur af Alþingi. Aðrar kosningarnar í röð fellur umhverfisráðherra af þingi. Margir stjórnmálaáhugamenn hljóta að gleðjast yfir því að Kolbrún kveður þingið og málflutningur hennar hverfi úr þingsölum. Kemur svosem varla að óvörum, enda hefur hún verið að veikjast í sessi, ekki síst innan eigin flokks, og mældist nýlega óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Auk þess klúðraði hún sínum málum endanlega með yfirlýsingunni um Drekasvæðið.

Þetta kemur í kjölfarið á varnarstöðu hennar gegn álverum og tali gegn atvinnusköpun tengdri stóriðju síðustu vikurnar sem umhverfisráðherra þar sem hún gleymdi sér í eigin heift gegn uppbyggingu á landsbyggðinni og atvinnusköpun frá 101 sjónarhorninu. Langt er síðan einn ráðherra hefur beitt sér jafn mikið gegn augljósum meirihlutavilja í þinginu. Þar talaði hún gegn uppbyggingu á Austurlandi, álverinu í Helguvík og því að horfa til vilja íbúanna í Húsavík og nærsveitum.

Ég fann það síðustu dagana að Kolbrún var orðin landlaus í pólitík, ekki aðeins andstæðingar hennar í pólitík heldur og líka samherjar hennar sneru við henni baki. Kannski er það henni að þakka að Sjálfstæðisflokkurinn varð stærri en VG. Vinstri grænir eru reyndar sérfræðingar í að klúðra kosningabaráttu og þeim tókst það hjálparlaust í síðustu vikunni. Við þökkum Kolbrúnu fyrir sitt framlag í þessari útkomu.

mbl.is Ráðherra féll af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Heheheh vel skrifan Stefán. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.4.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Kolbrún er ekki landlaus í pólitík. Þvert á móti. Hún er prýðilegur fulltrúi fyrir það lið sem kýs vinstri flokkana, aðallega VG. Þeir eru bara svona. Hún hefur það fram yfir samþingmenn sína, að hún segir það sem hún meinar og mjög stór hluti kjósenda VG og verulegur hluti Samfylkingarkjósenda hugsar eins og hún. Sumir eru reyndar enn þá vitlausari. Hún er prýðilegur fulltrúi fyrir "grasrót" vinstra- liðsins. Þeir eru bara svona, ekki síst gengið i kringum Mela- Klepp og hina háskólana.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.4.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að þínu mati kusu tæp 30% kjósenda í norðausturkjördæmi "gegn atvinnusköpun tengdri stóriðju..." og "...gleymdu sér í heift gegn uppbyggingu á landsbyggðinni frá 101 sjónarhorninu..." með því að styðja VG í kjördæminu.

Hvernig má þetta vera?

Ómar Ragnarsson, 26.4.2009 kl. 21:29

4 identicon

Ekki græt ég það að hún detti og mátti detta fyrr.

Það sem undarlegast er við þessar kosningar er í norðaustur kjördæmi. Þar fólkið búið að væla um að álver eigi að rísa í Helguvík en þeir fái ekki álver en samt flykkist fólk um að kjósa afturhalds flokkinn VG sem vill gera ekki neitt í ábatasömum atvinnumöguleikum. Þetta er mér og vafalaust fleirum alveg óskiljanlegt.  Þetta kjördæmi á ekki skilið að fá álver það er betra að láta önnur byggðalög sem vilja hafa það.  Alveg ótrúleg skynvilla!!!!!!!

Kristinn Magnusson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Rúna Vala

Hmm... og þó var VG stærst á svæðinu þar sem fyrirhuguð álver eiga að rísa. Segir það ekki EITTHVAÐ um vilja þeirra sem þar búa?

Rúna Vala, 26.4.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlea sammála þessu /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.4.2009 kl. 22:37

7 identicon

Það er mjög ánægjulegt að Kolbrún skuli detta út.  En ég held nú samt að þú getir ekki dæmt allan flokkinn út frá henni, því eins og þú veist sem styður sjálfstæðisflokkinn, þá er misjafn sauður í mörgu fé og það væri mjög auðvelt að benda á hina misjöfnu sauði innan þíns flokks.  Ekki satt?

Hörður Tómasson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 01:25

8 identicon

Kannski börnin fái nú loksins að hitta feður sína?

Sjá ræðu Kolbrúnar á Alþingi
http://www.althingi.is/raeda/135/rad20080115T143920.html

Frétt um málið
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/18/krefa_thingmann_um_afsokunarbeidni/

Kolbrún Halldórsdóttir og hennar klíka hefur unnið markvisst gegn rétti barna til foreldra sinna.
Þetta hefur valdið miklum erfiðleikum hjá mörgum ungmennum og skaðað samfélagið.
Það er fagnaðarefni fyrir alla jafnréttissinna á Íslandi að hún og hennar Talibanfeministaklíka sé farin frá.
 
Sjá fréttir um þessi mál:
Aðskilnaður barns frá öðru foreldri sínu
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/10/skilnadur_skadar_bornin_til_langs_tima/
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item250244/
Skýrsla Stefaníar Karlsdóttur:
http://www.foreldrajafnretti.is/FileLib/skjalasafn/A%C3%B0skilnadur_barns_fra_odru_foreldri_sinu_stytt.pdf
eða
http://ruv.is/servlet/file/A%C3%B0skilnadur_barns_fra_odru_foreldri_sinu_stytt.pdf?ITEM_ENT_ID=250243&COLLSPEC_ENT_ID=32

Talibanfeministi í aksjón!:
Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.
http://www.althingi.is/altext/135/s/0318.html
Mbl:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/11/28/ekki_meira_blatt_og_bleikt/

Jón (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband