Vont vinnulag í málefnum Ríkisútvarpsins

RÚV Enn einu sinni hefur frumvarpinu um Ríkisútvarpið verið frestað. Það fer að verða erfitt að koma tölu á það hversu oft málum RÚV er frestað til að greiða fyrir þinglokum. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé ekki til framdráttar fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sem hefur rembst við það ár eftir ár að stokka upp RÚV, en ekki tekist.

Nú er talað um að geyma frumvarpið fram í janúar. Maður hefur heyrt þennan ansi oft áður og leggur varla peningana sína undir að það fari í gegn innan skamms. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, átti erfitt með að leyna gremju sinn í viðtali á Stöð 2 í hádeginu og skiljanlegt að hann sé að verða frekar pirraður yfir stöðunni. Þetta er enda að verða frekar tuskuleg staða fyrir stjórnarflokkana að mínu mati. Það verður fróðlegt að sjá þriðju umræðu eftir jólin. Má fullyrða að hún verði lífleg, enda eru mjög deildar meiningar um þessa formbreytingu Ríkisútvarpsins.

Ein tíðindi dagsins er blaðamannafundur formanns Samfylkingarinnar með þingflokksformanni og fulltrúa flokksins í menntamálanefnd í morgun. Erindið var þar að tilkynna að Samfylkingin væri andvíg því að almannaútvarp yrði hlutafélagavætt og vildi að það yrði gert að sjálfseignarstofnun. Það eru merkileg tíðindi, svo ekki sé meira sagt. Fetar Samfylkingin þar í fótspor Framsóknarflokksins með athyglisverðum hætti. Það var enda upphaflega hugmynd Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, að það yrði gert.

mbl.is Ráðherra segist sátt við niðurstöðuna um RÚV ohf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband