Vinstrisælan dvínar - barist um ESB-áherslur

Augljóst var að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru ekki beint í sæluvímu yfir sögulegum sigri vinstriaflanna í Sjónvarpinu í kvöld, sem geta í fyrsta skipti í lýðveldissögunni unnið saman án aðkomu annarra. Lítið var um bros og gleði í andlitum vinstrileiðtoganna. Augljóst er að Evrópumálin verða mjög erfitt viðfangsefni í stjórnarmyndunarviðræðum og greinilegt að VG ætlar að berjast fyrir sínum áherslum og taka slaginn við Samfylkinguna.

Á meðan minnir Jóhanna á afarkostina sem mótaðir voru innan flokksins og nefnir aðra valkosti til að niðurlægja vinstri græna. Hún getur myndað sob-stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingu. Slík stjórn yrði þó aldrei mynduð um annað en ESB og myndi ekki verða langlíf en myndi þjóna sínum tilgangi, einnota tilgangi, fyrir Samfylkinguna um ferðina til Brussel, mekka Samfó.

Nú ræðst hvor verður að gleypa stoltið. Ekki verður bæði sleppt og haldið þegar um afarkosti frá báðum áttum er að ræða. En kannski er það nú bara svo að vinstrimenn geta ekki unnið saman, frekar en fyrri daginn og spili þessum sigri út úr höndunum á sér. Þeir gerðu það 1978 og eru sérfræðingar í að spila tromp af hendi.

mbl.is Getum valið úr öðrum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband