Þolinmæðin gagnvart ríkisstjórninni á þrotum

Ég er ekki undrandi á því að þolinmæði fólksins í landinu gagnvart ríkisstjórninni sé að taka enda. Eftir að hafa hummað af sér í þrjá mánuði, þar af kosningabaráttuna alla, að koma með tillögur til lausnar á vandanum í samfélaginu fer að verða komið nóg. Stjórnarflokkarnir hafa nú dúllað sér saman í heila viku að semja um málefnin, það smotterí sem gleymdist í janúarlok þegar plottað var um kosningabandalag og aðgerðir til að koma vinstriflokkunum saman.

Flokkarnir töluðu sig frá hvor öðrum í kosningabaráttunni og voru aldrei heilsteypt kosningabandalag, mun frekar valdabandalag. Svör félagsmálaráðherrans í moggafréttinni eru frekar vandræðaleg. Eðlilega er fólki nóg boðið eftir þriggja mánaða frasablaður um ekki neitt. Spurt er um forystu, það sé bógur í stjórnvöldum til að taka ákvarðanir og hafa málefnin í fyrirrúmi í stað plottsins.

Nú þarf að fara að stjórna þessu landi. Það þarf að taka ákvarðanir. Fólk sættir sig ekki við dúllulega fundi í viku til tíu daga í viðbót á meðan samfélagið fuðrar upp.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvernig ætli þessu fólki bregði við ef almenningur og fyrirtækin í landinu hættu að greiða skuldir sínar ?  Ég er viss um að úrræðaleysið myndi afhjúpa vanhæfu ríkisstjórnina.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.5.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allt satt og rétt. Þessi stjórn hefur einstakt lag á því að beina athyglinni frá því sem raunverulega skiptir máli. Tímanum er eytt í raus um Davíð, stjórnarskrármál og Evrópublaður. Jafnvel þótt Evrópuaðild væri einhver lausn (sem hún er alls ekki) gætum við ekki orðið aðilar og enn síður tekið upp evru fyrr en eftir mörg ár. En mér sýnist allt benda til að stjórnin sé í rauninni fallin. Ekkert bendir til að samkomulag náist í Evrópu- ruglinu. Það gætu orðið aðrar kosningar mjög fljótlega.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.5.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Til umhugsunar:
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu báðir flokkar viljað langt frí fyrir kosningarnar. Samfylkingin og VG störfuðu í marga daga umfram það sem eðlilegt er.

Allar lausnir eru sársaukafullar, samfélagið mun fuðra upp sama hvað verður gert. 3 dagar til eða frá geta varla skipt miklu.

Björn Halldór Björnsson, 2.5.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu og vel það Stefán Friðrik,þetta gengur ekki lengur ,langludargeð landans er þrotið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.5.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég sakna líka viðbragða frá sjálfstæðismönnum, þ.e. frá þingmönnum flokksins. Fóru þeir í frí eftir kosningar?

Jón Baldur Lorange, 2.5.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Skaz

Sé að þú þarft að minnast á "vinstri", ekki man ég að "hægri" stjórnin hafi boðið upp á annað en að bíða og sjá til...

En það er satt, sorglegt þegar almenningur þarf að hóta ríkisstjórnum svo að þær drattist til að gera eitthvað annað en að sýnast.

Alþingismenn hafa haft það allt allt of gott og það virðist að þeir hafi ræktað með sér einstaka hæfileika til þess að segja margt um ekkert.

Skaz, 2.5.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband