Hver mun gefa eftir í Evrópumálunum?

Mér finnst það gott dæmi um veruleikafirringu stjórnarflokkanna að þeir hafi varið heilli viku í að reyna að semja um Evrópumálin þegar einstaklingar og atvinnulífið kalla eftir aðgerðum til lausnar vandanum í samfélaginu. Reiptogið um Evrópumálið virðist ætla að taka sinn tíma ef marka má þær sögusagnir að gefa eigi þessu viku til tíu daga í viðbót.

Eftir ummæli Olli Rehn í vikunni um að Ísland fái engar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni og enga sérmeðferð er þó vandséð hvaða haldreipi sé í að eyða tímanum í Evrópublaðrið. Samfylkingin hefur þó Evrópumálin sem hálfgerð trúarbrögð á dagskrá sinni og virðist algjörlega blind fyrir þeirri vegferð, þó ekki hafi þeir útlistað nein samningsmarkmið.

Ég get ekki séð að hægt sé að bíða með alvöru aðgerðir til lausnar vandanum í íslensku samfélagi. Ekki örlar þó á neinu plani vinstriflokkanna í þeim efnum. Viku eftir vinstrisigurinn er ráðaleysið algjört og eiginlega ekki fjarri lagi að hugleiða hvort sé ekki stjórnarkreppa í landinu.

En væntanlega verður eitthvað barið saman varðandi Evrópumálin þó ljóst sé orðið að ekkert sé til Brussel að sækja eftir að Olli Rehn sló Samfylkinguna utan undir og gekk endanlega frá spunanum um að hægt sé að semja sig inn í hvað sem er.

Hver mun að lokum gefa eftir? Er hægt að finna sameiginlegan flöt og brúa sjónarmið VG og Samfylkingar? Er ekki himinn og haf þar á milli?


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég ætla rétt að vona að Steingrímur svíki ekki kjósendur sína!!þetta aukna fylgi VG var vegna andstöðu flokksins til EBS,ef hann svíkur núna koma þau atkvæði ekki aftur í næstu kosningum.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.5.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Páll Blöndal

Nú einfalt mál
Hópurinn sem myndar þessa stjórn er samsettur af 20 S og 14 V = 34
Þeir greiða bara atkvæði sín á milli.
Lýðræðisleg niðurstaða
Málið dautt

Páll Blöndal, 2.5.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sæll gamli vinur.

Hvaða grein var það sem Olli sagði að við myndum ekki fá undantekningu frá reglugerðum?

Malta fékk undanþágur, og samkvæmt jafnræðis reglunni sem við verðum hugsanlega kærð fyrir hjá EES (útaf banka málinu) ættum við ekkert minni möguleika á undanþágum en t.d Malta.

Að bera opinberlega fram að við eignum ekki rétt á sömu undanþágum og önnur ríki er aftur brot á jafnræðisreglum....

Teitur Haraldsson, 3.5.2009 kl. 04:30

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Má bæta við að, að öðru leiti er ég samála þér.

Það er u.þ.b stjórnarkreppa, og svo ég bæti sjálfur við Þá getur engin unnið með VG, öfga vinstri er komunisti og hann hefur margsinnis sannað sig.... HANN VIRKAR EKKI! 

Teitur Haraldsson, 3.5.2009 kl. 04:34

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Olli Rehn sagði þetta í vikunni. Frétt um það hérna

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.5.2009 kl. 12:58

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Takk fyrir þetta.

Ég ætla samt að ganga svo langt að segja að þessi frétt sé röng.

Pappísblokkir eins og þessi maður veit betur en að útiloka einhvern þátt í samningaferli, og þar með trúi ekki að hann útiloki, áður en viðræður hefjast að ísland fái einhverjar undanþágur. 

Teitur Haraldsson, 3.5.2009 kl. 14:04

7 identicon

Það eru 27 ríki sem mynda ESB bandalagið í dag og ef Ísland langar að verða ríkið númer 28 þá þarf engar aðildarviðræður því þessi ríki koma ekki til með að breytta samkomulaginu sín á milli vegna okkar. a.mk. kosti munu ekki öll ríkin vera inn á þeirri línu svo við það að eitt ríki segir nei við okkur æi aðildarviðræðum er málið sjálfkrafa dautt samkvæmt Rómarsáttmálanum sem er stjórnaskrá ESB.  

Bandalagið var byggt á samkomulagi allra þessara landa sem tók stundum tímanna tvenna að koma þessu samnigi ESB landanna heim og saman því jú það urðu allir 27 að tölu að segja já svo hver liður í þessu samkomulagi fengi samþykki.

Það væri ráð að þjóðin fái að sjá þetta samkomulag sem fyrst á íslensku á netinu hjá stjórnarráðinu sem dæmi því þar er allt að finna sem skiftir máli eins og staðan er núna þ.a.s. hvað okkur stendur til boða.

Nýja ESB stjórnaskráin eins og hún var lögð fyrir Frakka,Hollendinga og Íra var ekki fyrir svo löngu  hafnað í þjóðatkvæðagreiðlu og nýja ESB stjórnaskráin fór og er í bið vegna þessa.

Það væri ekki verra að fá væntanlegu ESB stjórnaská á íslensku líka inn á netið þó hún sé í bið eins og staðan er í dag  því þá getur þjóðin öll sett sig inn í þau mál hvernig framtíðarsýnin er hjá ESB valdinu.

Mér skilst að þau lönd sem eru nýkomin inn í ESB bandalagið og þau lönd sem eiga eftir að ganga þarna inn samþykki þessa væntanlegu stjórnaskrá sjálfkrafa í aðildarviðræðunum ef ske kynni að gömlu ESB ríkin samþykktu stjórnarskána því hvert þeirra hefur en þá neitunarvald hvert fyrir sig.

Það væri gaman ef fréttamenn bæði þeir sem eru innan þings og utan myndu skoða þennan punkt alvarlega og útskýra hann fyrir þjóðinni í þaula á mannamáli í stað þess að tala um skoðunarkannanir hvað margir Íslendingar vilja og vilja ekki ganga inn í ESB dagin út og daginn inn.  

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband