Ráðalaus ríkisstjórn á vaktinni meðan allt hrynur

Afskaplega sorglegt er að fylgjast með hinni ráðalausu ríkisstjórn sem er á vaktinni á meðan einstaklingar og atvinnulífið stefna í þrot. Lausnirnar eru mjög fátæklegar og framtíðarsýnin engin. Jóhanna Sigurðardóttir hótaði í kvöldfréttum þeim sem hætta að greiða af lánunum að þeir fengju ekki greiðsluaðlögun. Ekki veit ég hver á að taka það að sér að fá út hver hættir að borga viljandi eða óviljandi. Þarna birtist jafnaðarmennskan holdi klædd hjá heilagri Jóhönnu. Sofandagangurinn og veruleikafirringin er algjör.

Jóhanna og viðskiptaráðherrann hennar, Gylfi Magnússon, hafa gleymt einni staðreynd í öllu frasaflóðinu sínu. Staðan er sú hjá fjölmörgu fólki að skuldir þeirra eru meiri en eignir og greiðslugetan til að "þjónusta" lánin er einfaldlega ekki til staðar. Fólk er víða einfaldlega strandað og kallar eftir aðstoð. Væri þetta fólk í jarðskjálftarústum væri örugglega verið að reyna bjarga því. Nú er ekkert gert.

Ég skynja að fjölmargir sem treystu vinstriflokkunum séu að átta sig á að vanmáttur þeirra til að taka á vandanum er algjör. Þar er ekkert nema hótanir til almennings og ráðaleysið hefur tekið öll völd. Nú er farið að hóta almenningi með innheimtulögfræðingum. Ætli það sé ekki viðeigandi að rifja upp fleyg orð; Guð blessi Ísland.


mbl.is Öllum starfsmönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér Stefán. Það er makalaust að menn geti ekki raðað saman rústunum sem sjálfstæðisflokkurinn gerði úr landinu á skemmri tíma.

Þór (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 02:25

2 identicon

Kæri Stefán.

Núna ertu að búa til sögu sem stenst ekki. Ég held að ég hafi lesið í Fréttablaðinu upptalningu á hversu lengi hverjar stjórnir hafa tekið til stjórnarmyndunar. Auðvitað nennti ég ekki að leggja dagana á minnið, en þínar upphrópanir fá mig til að mótmæla.

Ég kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn. Eru þar með mínar skoðanir eða upplifanir dæmdar úr leik?

Þú ræður hvort þú vilt takast á við mig um í hvernig heimi lífinu væri best lifandi.

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 04:14

3 identicon

Hvaða ríkisstjórn? Er einhver ríkisstjórn, ég hef ekki orðið var við það. Hvar er nú búsáhaldabyltingin? Hvar er Hörður Torfason hefur Jón Ásgeir ekki lengur efni á að dæla pening í Hörð fyrir að halda uppi fjöldafundunum. Er nóg að sóðapenninn Þráinn Bertelsson sem er á framfæri þjóðarinnar komst á þing? Var þetta allt saman einhvert helvítis húngpúkk þessi búsáhaldabylting? Ástandið hefur aldrei verið verra en nú og aldrei meiri ástæða til að hrópa Vanhæf ríkisstiórn.

Ómar Sigurðson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 05:23

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Vandamálin urðu ekki til á einni nóttu og þau verða heldur ekki leyst á einni nóttu.  Gleymum ekki þeim sem bera ábyrgðina á þessu rugli öllu með gegndarlausri einkavinavæðingu án allra hafta og ábyrgðar.  Þeim var bent á afleiðingar gjörða sinna en kusu að aðhafast ekkert og því fór sem fór.

Þó svo ég sé ekki vinstri maður í eðli mínu þá verð ég samt að viðurkenna að þetta tekur tíma, en það þokast í rétta átt og það mun því miður taka langan tíma jafnvel nokkra mannsaldra að vinda ofan af þeirri vitleysu sem íhald og framsókn skópu.  Gengur hægt núna en þó hraðar en hjá fyrri stjórn sem sat með hendur í skauti, ráðþrota og grét eigin aumingjaskap.

Róbert Tómasson, 4.5.2009 kl. 07:26

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er ekki rétt að gera eitthvað í málinu? Ætlar þjóðin að sofa núna þangað til ríkisstjórnin er búin að koma meirihluta heimila og fyrirtækja í þrot? Spurningin um hvort ekki sé rétt að sækja búsáhöldin á safn og taka þau í gagnið aftur er alltaf að verða áleitnari og áleitnari

Kjartan Sigurgeirsson, 4.5.2009 kl. 08:18

6 Smámynd: OMG

Huh...Heimir og Þorgeir hafa verið á hausnum síðan 2006, spyrjið bara lánadrottnanna!

OMG, 4.5.2009 kl. 11:57

7 Smámynd: ThoR-E

Ég held að það sé mest aðkallandi í dag að ríkisstjórnin einbeiti sér að vanda heimilana ... og fari út í meiri aðgerðir til að aðstoða fólkið í landinu.

Það er engin aðstoð að breyta láni sem var til 40 ára, í lán til 70 ára ... og klappa sér síðan á bakið og segja að ríkisstjórnin sé að hjálpa fólki og allt gangi bara vel. ÞAÐ ER RUGL!

Eina sem virðist vera í gangi eru deilur tveggja flokka um ESB aðild og hver fær hvaða stóla.

Held að þessi ríkisstjórn verði ekki langlíf ef eitthvað fer ekki að gerast!!

VAKNA VINSTRI GALNIR OG SAMFYLKING!! Fólkið í landinu er í gífurlegum vandræðum .. á meðan röflið þið og rífist um hvenær á að sækja um aðild að ESB!

HVAÐ ER AÐ!?!?!?!?!?

ThoR-E, 4.5.2009 kl. 13:22

8 identicon

Hvað er orðið um bjarsýni og jákvæðni þína?

Þorleifur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:32

9 identicon

Ég held það sé nú bara töluvert meira að gerast núna heldur en þegar sjálfstæðisflokkurinn var við völd eftir hrun. Hirðfíflið hann Geir úr Valhöll gat ekkert annað sagt en Guð blessi Ísland og var með drulluna upp á bak.

Það má alveg gefa þeirri ríkisstjórn,  sem nú er verið að mynda, nokkra mánuði til að bæta ástandið sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur að öðrum ólöstuðum skapað hér.  Ástandið mun ekki lagast á einni nóttu, það vita allir sem vilja vita.

Haraldur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 15:12

10 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það var fyrirséð að einhver verktakafyrirtæki myndu fara á hausinn þegar húsnæðisbólan sprakk. Ekki ertu að mælast til þess að ríkið haldi uppi verkefnalausum verktökum?

Svala Jónsdóttir, 4.5.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband