Munurinn á milli bresks leiðtoga og formanns

Gordon Brown og Harriet Harman
Eitt fer jafnan óendanlega mikið í taugarnar á mér í umfjöllun um bresk stjórnmál - sú staðreynd að sumir íslenskir fjölmiðlar þekkja ekki muninn á leiðtoga og formanni. Furðulegt er að sjá sjóaða fjölmiðla nefna Gordon Brown formann breska Verkamannaflokksins og Harriet Harman sem varaformann. Eins og allir ættu að vita er titillinn leader, það er leiðtogi.

Í breskum stjórnmálaflokkum er enda tvennt ólíkt að vera formaður eða leiðtogi. Leiðtogi er sá sem er andlit flokksins og leiðir hann út á við, er auðvitað forsætisráðherra sé flokkurinn í ríkisstjórn og er talsmaður hans út á við og inn á við. Formaðurinn er hinsvegar sá sem stjórnar innra starfinu og heldur í þræði þess sem gerist þar mun frekar en leiðtoginn.

Í Bretlandi er því staða mála gjörólík því sem við venjumst hérna heima. Því kannski skiljanlegt að sumir ruglist á þessu en það er samt sem áður vandræðalegt. Reyndar eru bresk stjórnmál ólíkt meira völundarhús og meira kerfisbákn en þau íslensku og skiljanlegt að þar sé málum skipt öðruvísi niður en í smáu landi og kerfi á við okkar.

Hvað varðar það að Harman neiti að hafa plottað gegn Gordon Brown er það auðvitað bara rugl. Eðlilegt að þar sé plottað á fullu bakvið tjöldin. Þeir stæðu betur ef Brown hefði verið sparkað í haust. Hann hefur ekki náð að snúa vörn í sókn. Tilraun hans til að upphefja sig á íslenska bankahruninu var dæmd til mistakast.

Allt bendir til að David Cameron verði forsætisráðherra bráðlega og Brown kafsigli kratana og endi í svipaðri stöðu og íhaldsmenn árið 1997.

mbl.is Harman: Vill ekki formannsembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband