Veruleikafirring Gylfa

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, kom skelfilega út úr Kastljósinu í kvöld. Þvílíkur afleikur. Hann er í vonlausri stöðu að verja aðgerðarleysi Jóhönnu og Steingríms. Það er eins og Gylfi geti ekki sett sig í spor fólksins í landinu sem er komið að fótum fram við að standa undir skuldum sínum og er að gefast upp og hætta að borga reikningana, eða hreinlega bara hætt að sjá fram úr hlutunum. Þetta fólk vantar hjálp og aðstoð til að sjá fram úr vandanum.

Ég tel að Gylfi sé sumpart í vondri stöðu, hann hefur enga stöðu og áhrif til að gera eitthvað, annað en verja klúðrið og sofandaganginn á vaktinni. Þvílík örlög fyrir einn fræðimann, sem endaði sem aum strengjabrúða í höndum flugfreyju og jarðfræðings.

mbl.is Furða sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir byltingu vildi fólk breytingar. Fyrir kosningarnar vildi fólkið breytingar. Eftir kosningar vildi fólkið breytingar en breytingarnar komu ekki. Ástæðan er að getuleysi stjórnmálaklíkunnar er algert. Ef ekkert gerist í þessari viku eða eða um helgina sem slegið getur á ólguna sem er í samfélaginu getum við beðið Guð að hjálpa okkur.

Styttingur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hann var nógu borubrattur hér áður fyrr þegar hann var að segja Sjálfstæðisflokknum fyrir verkum -

kanski ganga teoríur HÍ ekki upp í raunveruleikanum -

Það væri þá ekki í fyrsta skipti -

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.5.2009 kl. 06:41

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta lið er að gera okkar Geir að afkastamiklum og snörum stjórnanda í viðbrögðum öllum.

Verkleysið er til komið vegna þess, að þetta lið ELSKAR að vera á ,,fundum" fjalla ,,með formlegum hætti" um ma´lefnin sem fyrir fundinum liggja og setja þau mál öll ,,í farveg" þannig að þau séu unnin ,,með faglegum hætti".

síðan er kallað til annars fundar um síðasta fund og að þ´vi búnu nýr fundur ákveðin um yfirstandandi fund.

Þegar að þeim fundi kemur, ligur fyrir álit á og úttekt á, þeim stóru málum, sem fyrir fundunum liggja og beiðni um, að næsti fundur taki afstöður til, eða álykti um, úrvinnsluferli, þeirra aðkallandi málefna sem vissulega hafa hlaðist uppog sett slíkt ,,álag á starfsmenn og umhverfi þeirra" að til að öllum reglum um vinnutíma og sjálfbærni verði fylgt´til hins ýtrasta, verða aðilar að fá frídaga og hvíld frá álagsvaldinum.

Þverfaglegt teymi verði sett saman um þann þátt og kalli hann til fundar með forystumönnum málsaðila, hverjir kalli til leiðtioga og teymistjóra hverrs hóps fyrir sig.

Ráðstefna verði svo sett um aðferðafræði um sjálfbæra þróun vandamála stjórnsýslunnar.

Helstu forsögumenn á flestum þessara funda eru auðvitað DAGUR B og ÁRNI (spegill) samfylkingargúrúar og mannvitsbrekkur (að vísu ekki mjög brattar)

Verði ykkur að góðu og nú er sjálf Ólína komin í hópinn.

Iss, þau verða að fram á haust áður en komið verður að nokkru sem líkist aðgerðum.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 5.5.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Gylfi telur sig þurfa að snupra skuldara.

http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/870617/

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 5.5.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Alveg rétt Stefán. Það var eins og maðurinn væri ekki í neinum tengslum við veruleikann.

 Hann hélt því nánast fram að fólk hafi verið svo heimskt að taka erlend lán til íbúðarkaupa. Í dag má segja að það hafi verið glapræði miðað við hvernig málin þróuðust. En menn gerðu þetta í góðri trú enda var þessum lánum haldið að fólki og fólk hvatt til að taka þessi lán.

 Allur hans málflutningur var afskaplega klaufalegur. Hans staða vissulega dálítið sérstök. Hann reynir að verja aðgerðir eða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. En hefur enga hugmynd um hvert framhaldið verður varðandi hans ráðherrasetu.  

Benedikt Bjarnason, 5.5.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband