Samið um að vera sammála að vera ósammála

Samkomulag stjórnarflokkanna í Evrópumálum felst í að vera sammála um að vera ósammála. VG ætlar að kyngja stoltinu, setjast þögul til hliðar og láta sob-þingmeirihlutann keyra í gegn aðildarviðræður í Evrópusambandið en halda enn í vonina um að ráða einhverju. Í kosningabaráttunni var mikið talað um að Steingrímur J. Sigfússon væri staðfastur hugsjónamaður sem myndi aldrei beygja sig í grundvallarmálum og myndi standa vörð um áherslur flokksins í Evrópumálum. Þetta er allt gleymt og grafið. Hann lætur Samfylkinguna teyma sig í Evrópurúntinn.

Þetta samkomulag felst um aðildarviðræður. Þá kemst á hreint hvað við fáum og hvað ekki. Kannski er ekki afleitt að taka slaginn og fara yfir þetta í eitt skipti fyrir öll, útkljá málið. Ég vorkenni samt vinstri grænum, sem tóku alla kosningabaráttuna í harða baráttu gegn ESB og vildi sýna sjálfstæði sitt. Þeir hafa selt það fyrir völdin strax eftir kosningar. Við munum heyra eitthvað minna á næstunni af blaðrinu um að Steingrímur J. sé einlægur hugsjónamaður.

sob-meirihlutinn hefur sitt fram í Evrópumálum, enda greinilegt að vg hefur það yfir höfði sér að Samfylkingin stingi þá í bakið eins og Sjálfstæðisflokkinn til að reyna að sjá grasið hinumegin við ána, sem er meira freistandi.

mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán .

Vil byrja á því að þakka þér fyrir skemmtilega og áhugaverða síðu. Rétt er það að Vinstri Grænir voru og eru á móti ESB en þeir sögðu samt sem áður alltaf að það kæmi í hlut þjóðarinnar að útkljá þetta mál á lýðræðislegan hátt þrátt fyrir stefnu flokksins. Mér fannst alveg furðulegt hve mikið ESB umræðan var rifin á loft í kosningum, þar sem að þetta mál myndi alltaf koma að lokum fyrir þjóðina. Sjálfstæðismenn sögðu þetta líka þrátt fyrir að þeir væru á móti ESB eins og Vinstri Grænir. Þannig að ESB er aukaatriði í þessum viðræðum. Þjóðin mun kjósa um þetta mál, sama hvort Samfylkingin færi með Sjálfstæðisflokknum aftur í ríkisstjórn eða Framsókn og Borgarahreyfingunni. Báðir þessir kostir finnst mér veikir. Ég trúi því að Vinstri Grænir og Samfylkingin nái saman og rífi okkur upp úr þessu mikla efnahagsruni. Ef við förum í ESB þá munum við ekki fá neina sérsamninga eða fríðindi. í dag segi ég Nei við ESB.

Gísli H. Jakobsson

Gísli H. Jakobsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Já þetta verður að teljast ansi aulalegur handarþvottur hjá Steingrími kallinum. Við munum samt áfram þurfa að hlusta á mjálmið um "heilindin" og "heiðarleikann" og "einlægninga" og "staðfestuna" og allt það bíó, alveg frammí rauðan dauðann.

Sverrir Stormsker, 7.5.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband