Ljósið í myrkrinu

Eftir allar neikvæðu fréttirnar af stöðu þjóðarinnar á þessum vordögum er hálfgert ljós í myrkri að heyra að 200 milljarðar muni skila sér við sölu dótturfélaga Kaupþings og lokun útibúa. Mjög jákvætt er ef tekst að bjarga einhverjum fjármunum úr rústum gömlu bankanna til að borga upp í þá hít sem eftir stendur, sem verður erfitt verkefni fyrir íslensku þjóðina að vinna úr samhliða niðurskurði hjá ríkissjóði.

Vonandi er að við fáum fleiri svona góðar fréttir. Nógu þungt er yfir fólkinu í landinu samhliða stöðu atvinnulífsins og einstaklinga auk yfirvofandi niðurskurðar hjá ríkissjóði. Svona góð frétt hlýtur að vera jákvæð fyrir okkur öll og létta lundina í þeirri erfiðu stöðu sem blasir við.

mbl.is 200 milljarðar skila sér heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband