Dapurleg örlög

Ekki er hægt annað en vorkenna Ragnari Hermannssyni, sem er fastur í helvíti á jörðu, vegna áhættunnar á að smygla eiturlyfjum, fastur í viðjum vímunnar. Aðstæður í þessu fangelsi eru þess eðlis að lífsbaráttan verður erfið. Verjast þarf nauðgunartilraunum og árásum meðfanga. Lýsingar Íslendings sem dvaldi þar fyrir nokkrum árum gefur til kynna að Ragnar muni varla lifa af vistina og hann verði í raun algjört flak tóri hann svo lengi.

Mikilvægt er að reyna að koma á framsalssamningi svo Ragnar geti í það minnsta komið heim og tekið út sína refsingu eða horft fram á eins eðlilegt líf og mögulegt má vera, miðað við alvarleika brotsins. En þetta er mikil sorgarsaga og vonandi að einhver mannsæmandi lausn finnist.


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ef hann hefði sloppið til evrópu, hvað með unglinga og aðra "sakleysingja" sem hugsanlega hefðu orðið fyrir barðinu á þessum ófögnuði

Slæmt fyrir drenginn - heimurinn er oft vægðarlaus

Jón Snæbjörnsson, 6.5.2009 kl. 19:53

2 identicon

persónulega finnst mér að hann skuli taka sína refsingu út brasilíu. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var aað gera, og nákvæmlega hvernig fangelsin eru þarna úti. Það á ekki alltaf að bjóða þessum afbrotamönnum heim í lúxushótelin sem þessi fangelsi eru hér á Íslandi.

 Það er komið nóg af því að létta á þessum fíkniefnasmyglurum, ef þetta er það sem þeir vilja, reyna að græða á smygli þá mega þeir alveg vera í fangelsi þar sem þeir brjóta af sér. Ég hef fengið nóg!

Jón Ingi Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:54

3 identicon

Sæll Stefán.

" Hver er sinnar gæfu smiður"

Það tók enginn ákvörðun fyrir hann Ragnar nema hann sjálfur. Framsalssamningur eða ekki þá segi ég að hann eigi að taka út sína refsingu í Brasilíu, það kostar þá íslenska ríkið og mig sem skattgreiðanda ekki neitt.

Annað sem mér finnst gleymast í þessari umræðu og það er: Hvað margra líf hefði þetta kókaín eyðilagt hér á fróni ef Ragnar hefði komist alla leið heim með það.

Gleymist það ekki í þessu öllu saman.

Nú er reynt að spila inn á vorkun landans í garð Ragnars og hversu óheppin hann sé að hafa lent í þessu.(hann lenti ekki í þessu hann valdi þetta sjálfur)

Hvað með heppni þeirra sem lenda ekki í viðjum kókaíns, af því við vorum svo heppin að Ragnar náðist áður en hann komst heim með efnin.

Og svona í lokin.

"if you cant do the time, don´t do the crime."

Segi að þarna er honum bezt fyrir komið og guði sé lof að hann komst ekki heim til íslands með þessi efni.

Bravó fyrir lögreglunni í Brasílíu.

Friðbjörn B. Möller (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:13

4 identicon

Æi já mikið er ég sammála þér....... drengurinn þarf að komast hingað til landsins sem fyrst annars getur þetta endað með skelfingu......

en síðan datt mér eitt í hug, hvað ef hann segir frá hverjir neyddu hann út í þetta og Íslenskt stjórnvöld skipta við Brasilíu....við fáum drenginn og Brasilíska illræmda fangelsið fær þessa aumingja sem neyddu drenginn að flytja dópið??!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hvað með öll flökin sem verða til við neyslu þess magns eiturlyfja sem Ragnar flakkaði með ?

Margir álíta að víst væri gott að fá hann framseldan og láta hann afplána í mönnumbjóðandi fangelsi, en aðrir segja gott á hann.  Ég er þess ekki umkomin að leggja mat á þennan tiltekna mann, en hann framdi glæp sem ekki verður aftur tekinn og búið að stinga honum í steininn.  Því miður kemur svona umfjöllun niður á aðstandendum, en það gerir líka umfjöllun um fjárglæpamennina sem sett hafa allt á annan endann í þjóðfélaginu. 

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.5.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Tad er ut af fyrir sig alveg haegt ad vorkenna manninum fyrir ad hafa leidst ut i tessa hormung. Hins vegar a hann svo sannarlega ad taka ut sina refsingu enda atti honum alveg ad vera ljost hvada glaep hann framdi. Tad er sjalfsagt ad fa hann hingad til lands og lata hann taka ut sina refsingu her. Eg er ekki refsigladur madur ad ollu jofnu en to er eg teirrar skodunar af fangelsisvist fyrir brot sem tetta eigi ad vera to nokkud morg ar an moguleika a nadun.

Gretar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 6.5.2009 kl. 20:32

7 identicon

Svo ósammála !

Hann tók ákvörðum um að gera þetta ! Hann á líka þá að taka afleiðinguni !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Svo virðist sem hann sé enn eitt burðardýrið - í þessu tilfelli jafnvel sent út í dauðann. Það hafa nokkrir Íslendingar verið settir í fangelsi þarna við ómannúðlegar aðstæður. Er eitthvað verið að reyna yfirleitt að ná framsalssamningi við Brasilíu? Það væri fróðlegt ef einhver vissi það.

Þótt Ragnar hafi framið glæp á enginn skilið að vera í fangelsi þarna og vona ég innilega hans vegna og hans nánustu að málið leysist. Sama á við um aðra íslenska pilta þarna.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 21:48

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Af hverju á hann skilið einhveja meðaumkun? hann er glæpamaður sem veit að hverju hann gengur áður en hann reynir þetta og hann ákvað að reyna að smygla hættulegum efnum sem færu ef til tækist til barna og unglinga og annara hér á landi og stuðla að enn meiri glæpastarfsemi og svo framvegis, hann hlýtur að eiga að gjalda sinna verka í því landi sem glæpurinn er framinn.

Guðmundur Júlíusson, 6.5.2009 kl. 22:28

10 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Kannski skín af mér mannvonskan, en ég vorkenni honum lítið. Hann getur sjálfsagt sjálfum sér kennt. Sérstaklega, eftir reynslu fyrri fanga. Mér finnst bara tekið of lint á þessum málum hér. Það er ekki ein og ekki tvær manneskjur og fjölskyldur sem helv.... dópið eyðileggur. Því ber að taka hart á þeim sem eru að smigla þessu inn, með stórgróða (gleymdu því ekki). Hugsaðu t.d. bara um fjölskyldu þessa manns. Hvernig heldur þú að þeim líði? Fyrir heimsku hans.

Oddur Helgi Halldórsson, 6.5.2009 kl. 22:43

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessir gaurar vita nákvæmlega hvaða áhættu þeir taka. Þeir eru böstaðir og alltaf byrjar sami söngurinn. Það eru svo hryllilegar aðstæður í tukthúsunum þarna. Maturinn er óætur. Réttarkerfið spillt. Besti strákur - var bara að gera þetta fyrir vin sinn. Góður í sér. Meinti ekkert illt. Eiginlega er hann saklaus. Endilega fá hann heim til Íslands. Ríkisstjórnin gengur í málið. Eftir nokkrar tugmilljónir er hann kominn heim til Íslands og getur haldið áfram að dópa.

Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 00:52

12 identicon

Já, instant karma er ekki alltaf gott, betra að huga að því í tíma.

Hvernig er það, er hann búinn að segja til þeirra sem neyddu hann út í smyglið? Eða vonar hann að hann sleppi skár í gegnum fangelsisvistina ef hann gerir það ekki?

Jóhannes (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 07:24

13 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég held, að þolinmæði fólks gagnvart þessum ævintýraglöðu mönnum, sem taka gífurlega áhættu í hlutverki burðardýra undir dóp, sé á þrotum.

Ég þekki ekkert til þessa manns, sem hefur með hegðun sinni vanvirt sína alla ættingja og vini. Spurningin er, hvort það sé réttlætanlegt, að stjórnvöld eyði fé til að heimta svona sauði heim ? Vantar ekki fé til þarfari verkefna ?

Kannske er unnt að gera í málum mannsins að lokinni kreppu ?

Með kveðju frá Karlskrona, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.5.2009 kl. 08:12

14 identicon

Tja,ekki er nú annað hægt en að vorkenna honum og auðvitað verða menn að gjalda fyrir gjörðir sínar EN að tala um heimsku hans finnst mér gengið yfir línuna.Mundir þú,Oddur Helgi kalla þennan mann heimskan ef hann væri með krabbamein??? ég tala nú ekki um ef einhver nákomin þér væri svona alvarlega veikur eins og Ragnar er að öllum líkindum...Það gleymist nefnilega ansi oft hversu alvarlegur sjúkdómur þetta er og menn fara að tala um aumingja og vesalinga...kv Brill

Brill (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:29

15 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

vorkenna?

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.5.2009 kl. 11:46

16 identicon

Ég þyki refsiglaður maður, mjög svo. En ég vorkenni þessum dreng mikið þegar ég hugsa um það líf og þær raunir sem hann á í vændum, enda ekki ýkja langt síðan ég var á hans aldri.

Klárlega hefði smygl hans valdið miklum hörmungum hjá væntanlegum neitendum og fjölskyldum þeirra, ef Ragnar hefði sloppið í gegn, og gott að það var það eina sem náðist ekki.

Það er ekki ýkja langt síðan við fylgdumst með svipuðu neyðarkalli frá landa okkar, kærður fyrir sama glæp í sama landi. Lýsingar þess manns voru vægast sagt hroðalegar.

Í ljósi þess þykir mér þessi smygltilraun hjá þessum unga manni alvarlega heimskuleg, að reyna að smygla þessu rusli í gegnum þessi landamæri er jafnmikil heimska í mínum augum og að keppa í rússneskri rúllettu með sjálfvirkri byssu, og eiga fyrsta leik.

Vesalings fjölskylda þessa unga ógæfumanns !!

runar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband