Gríðarleg vonbrigði úr Seðlabankanum

Mikil og gríðarleg vonbrigði eru að stýrivextirnir hafi ekki lækkað nema um 2,5% í dag. Þetta eru vond tíðindi fyrir atvinnulífið og einstaklinga í landinu. Þetta skref dugar mjög skammt til að létta á þungum byrðum fyrirtækjanna og einstaklinga, sem eru að sligast í erfiðri stöðu. Í eðlilegri stöðu væri búið að lækka stýrivextina í 10% núna og helst komið undir þau mörk. Þessi skref sem stigin hafa verið eru of hægvirk.

Þegar Davíð Oddssyni var bolað úr Seðlabankanum með pólitískri ákvörðun og Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni var sópað út til að koma höggi á pólitískan andstæðing í leiðinni var mikið talað um að þyrfti nýjan seðlabankastjóra til að tala traust og trúverðugleika. Ég get ekki séð hvað hefur breyst til betri vegar. Norska sendingin í Seðlabankann er ekki að gera sig.

Hver á svo að taka við? Már Guðmundsson, sem er arkitekt peningamálastefnu Seðlabankans, þeirrar sem Davíð Oddsson vann að mestu eftir?

mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frétt á mbl.is í dag:

"Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur og verða þeir nú 1%, hafa aldrei verið lægri. Er þetta sjöunda vaxtalækkun bankans á sjö mánaða tímabili en ólíklegt er talið að vextirnir verði lækkaðir frekar."

13% eða 1%. Þetta er gjaldið sem við borgum fyrir okkar "sjálfstæða" Seðlabanka og hina "sveigjanlegu" krónu.

Er ekki kominn tími til að láta af þessari þrjósku og ganga í lið með samherjum okkar um gjörvalla Evrópu? - eða viljum við setja okkur endanlega á hausinn fyrst...?

Evreka (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Mama G

Þetta er djörf breyting á stýrivöxtum. Fyrir utan bjartsýniskast Davíðs Oddssonar þann 15. okt. sl. hafa breytingar á stýrivöxtum aldrei farið umfram 2,5% í einni breytingu.

Ástæðan fyrir því að það þarf að vinna svona vaxtalækkunarferli í hænuskrefum er að margföldunaráhrifin af þessari breytingu eru gríðarleg og taka tíma að skila sér út í hagkerfið, auk þess sem gengið á krónunni fer strax af stað. Með því að hreyfa þetta lítið í einu er meira svigrúm til að láta krónuna jafna sig á milli breytinga. Varla viljum við enn eitt hrunið á henni?

Næsta vaxtabreyting verður strax í næsta mánuði, ef önnur eins breyting verður gerð þá er hægt að tala um að það sé verið að lækka vextina á handahlaupum.

Mama G, 7.5.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Evreka:

Sammála!

Mama G:

Með fullri virðingu fyrir þínum röksemdum, þá hef ég ekki áhyggjur af því að hér fari allt á annan endann, þótt stýrivextir fari niður fyrir 10%.

Og að gengið kollsteypist? Halda menn þessir stýrivextir skipti einhverju máli varðandi inn- og útstreymi gjaldeyris?

Guð minn almáttugur! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.5.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband