Norska sendingin talar um ríkisfjármálin

Mér finnst það lágkúrulegt að valdstjórn vinstrimanna ætli að bjóða fólkinu í landinu upp á það að norska mislukkaða sendingin í Seðlabankanum sé farin að tilkynna um aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir hana. Hann gefur línuna á meðan Jóhanna og Steingrímur hafa lokað sig af inni í bakherbergjunum í Norræna húsinu með kaffi og kruðerí. Þvílík vinnubrögð. Hversu lengi eigum við að sætta okkur við að norska sendingin sé á sínum stalli?

Skilaboðin frá norsaranum eru einföld. Hann hefur séð vinnuplanið sem á að hrinda í framkvæmd. Vinstra liðið sem ætlaði að auka gagnsæi, setja allt á borðið og tryggja milliliðalaus samskipti við almenning situr á öllum upplýsingum og talar ekki við þjóðina. En hún talar við norsku sendinguna sína í Seðlabankanum! Þvílík niðurlæging.


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er "norska sendingin"?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Nákvæmlega - svo mörg voru þau orð!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.5.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: ThoR-E

Þau eru of upptekin við að skipta milli sín ráðherraembættum .. og blaðra um Evrópusambandsaðild ... til að vinna að lausnum fyrir heimilin og fjölskyldurnar í landinu.

 Þetta er hálf dapurlegt bara.

ThoR-E, 7.5.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Og ekki sé talað um "greininguna" sem kom frá þeim í dag. Sé ekki betur en að hún sé nákvæmlega eins og sú sem kom frá hinum "ómögulegu" bankastjórunum í haust.

Snilligáfa Norðmanna er nú oftar en ekki upp á fáa fiska.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.5.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband