Dómaraskandall á Stamford Bridge

Ég er ekki vanur að vorkenna stuðningsmönnum og knattspyrnumönnum hjá Chelsea, en það var ekki hægt annað eftir leikinn í gærkvöldi á Brúnni. Þvílíkur dómaraskandall og suddaleg vinnubrögð hjá norska dómaranum. Að manni læðist sá grunur hvort þetta hafi verið skipulagt, til að tryggja að ekki yrði hreinn úrslitaleikur breskra knattspyrnuliða eins og á síðasta ári þegar Chelsea tapaði fyrir United. Það er í eina skiptið í sögu meistaradeildarinnar sem tvö bresk lið voru í úrslitaleiknum.

Þessi dómari var allavega ekki að gera sig og gremjan mjög skiljanleg í London, þó ekki bæti það neitt að hóta dómaranum lífláti. Það var allavega mjög undarlegt hvernig dæmt var og hlýtur að opna á samsæriskenningar. Eiður má svo eiga það að vera sá séntilmaður að gleðjast ekki yfir óförum fyrrum félaga í Chelsea. Ég held reyndar að meira að segja svörnum andstæðingum Chelsea hafi sviðið framkoman í gærkvöldi.

mbl.is Eiður Smári: Vildi ekki fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Rauða spjaldið á leikmann Börsunga var hrikalegt áfall fyrir hann. Missir af úrslitaleiknum sjálfum. Þetta gleymist alveg í umræðuni.

Davíð Löve., 7.5.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þurfum á þessum norska dómara að halda fyrir KSÍ!

Við virðumst taka við öllum Norðmönnum, sem eru landflótta ... 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.5.2009 kl. 21:01

3 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Get ekki logið því að þetta hafi vel dæmdur leikur en hegðun leikmanna Che leikslok var liðinu til skammar .

Var annars mjög svo sáttur við að Che skildi ekki komast áfram ansi margir leikmenn þess liðs fara í taugarnar á mér út af leikaraskap 

Jón Rúnar Ipsen, 7.5.2009 kl. 23:50

4 identicon

Ef þetta var fyirfram ákveðið þá var dómarinn nú ekki að standa sig of vel, gefur mjög umdeilt rautt spjald í stöðunni 1-0 og lætur jöfnunarmarkið koma á 93 min... og gefur svo Chelsea tækifæri í 2 min í viðbót til að skora :)

Arnþór (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 00:30

5 identicon

ég trúi nú ekki að þetta spjald verði látið standa, það var engin snerting á milli mannanna.

er það samt ekki þannig að spjaldið verður að standa, nema dómarinn dæmi á vitlausann leikmann ? (sem var kannski raunin ?)

Maggi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 03:32

6 identicon

Já og eitt.... í byrjun leiks fékk Ballack boltann í höndina innan teigs.  Það varf að sjálfsögðu ekki endusrsýnst eins mikið eða talað um.

Ef Barcelona hefði komist í 0-1 eða jafnað 1-1 þá hefði þetta litið allt öðruvísi út.

 Svo gleyma menn líka að 2005 komst sló Chelsea, Barca út á algjöru skandalsmarki.  Þegar brotið var á Viktor Valdes í 4 markinu.  

 Þannig að þetta skiptist alveg jafnt og menn ættu að hætta þessu væli !!!

Einar Örn (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband