Siðferðið í Kópavogi

Mér finnst þær upphæðir sem dóttir bæjarstjórans í Kópavogi hefur fengið fyrir viðskipti við bæinn suddalega háar og í raun eðlilegt að velta því fyrir sér hvort siðleysið sé algjört. Þetta eru of háar upphæðir til að geta talist eðlilegar og vekja spurningar um pólitískt siðferði. Slíkir samningar við fjölskyldumeðlimi eru nær óverjanlegir, einkum þegar upphæðir eru háar, og veita aðeins höggstað á þeim sem vinna þannig.

Ég hef áður talað fyrir siðferði í stjórnmálum. Án þess eru menn mjög viðkvæmir og varla traustsins verðir. Á þessum tímum skiptir aukið siðferði enn meira máli en venjulega, þó vissulega sé siðferði aldrei aukaatriði og eigi ekki að vera. Eðlilegt er að hugleiða hvernig þeir vinna í öðrum málum sem standa svona að verki.

mbl.is „Kom verulega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða rugl er þetta. Þetta eru ekkert háar upphæðir - um 50milljónir á 10 árum flokkast nú bara undir eðlileg viðskipti. Eiga fyrirtæki að líða fyrir fjölskyldutengsl?

Viltu ekki bara að leyfa Kópavogsbúum að fara yfir þetta fyrst einhver vildi hrópa úlfur og sjá hvað kemur út úr því?

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:34

2 identicon

Þetta lítur frekar illa út Stefán eins og málið er lagt fram. Líklegast eru fleiri hliðar á því. Kannski var fyrirtæki dótturinnar það besta sem var í boði til að veita þessa þjónustu? Á þá að refsa henni fyrir að vera dóttir bæjarstjórans? Kannski er þessu öfugt farið og Gunnar hafi miðlað meðvitað verkefnum til dótturinnar sem væri vissulega siðlaust og kannski óverjanlegt fyrir mann í hans stöðu. Hvernig sem er, þá er gott að fá mál af þessu tagi upp á borð.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Steini Thorst

Bíddu nú við, hvað þykist þú eiginlega vita? Hvernig getur þú talað um "suddalega háar" upphæðir þegar þú hefur ekki hugmynd um hvað býr að baki, hvaða viðskipti búa að baki. Og hvar kemur siðleysi inní þetta.

"Of háar upphæðir til að geta talist eðlilegar". Hvern djöfulinn veist þú um það ef þú veist ekkert nema upphæðina, veist ekkert um hvað málið fjallar?

"Slíkir samningar við fjölskyldumeðlimi eru nær óverjanlegir". Gerir þú þér enga grein fyrir smæð landins? Er það ekki orðið löngu ljóst að í öllum samningum, well ansi mörgum, má finna vina eða fjölskyldutengsl?

Blessaður vertu ekki að setja þig á háan hest um mál sem þú hefur ekki jack shit vit á. 

Steini Thorst, 7.5.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

En Stebbi, bæjarstjórnargreiðzlurnar til fyrrverandi bæjarstjóranz á Akureyri, ekki varzt þú nú kátur með niðurstöðuna í okkar kjördæmi.

Rennir þig ekki í grun um ?

Steingrímur Helgason, 8.5.2009 kl. 01:28

5 identicon

Ekki fyrsta sinn á þeim bæ, umræðan hefur stundum verið þannig.  Það þurfa greinilega ýmsir að "opinbera" siðferði sitt, ekki eingöngu þingmenn.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:44

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Svona vinnubrögð eru algjörlega óþolandi.

Úrsúla Jünemann, 8.5.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband