Hvert mun Eiður Smári fara?

Varla eru það stórtíðindi að Eiður Smári sé að fara frá Barcelona. Sögusagnir hafa verið um að hann fari þaðan í tvö ár, frá sumrinu 2007, er hann fór á sölulista. Samningur hans er auðvitað að renna út núna. Eiður Smári samdi við Barcelona til þriggja ára þann 14. júní 2006 og yfirgaf Chelsea, eftir sigursæla tíð þar.

Hlutirnir eru jafnan ekki mikið að breytast í þessum bransa. Ætli Eiður fari aftur til Bretlands? Forðum var orðrómur um að hann færi til Tottenham og Manchester United, auk West Ham þegar Björgólfur og Eggert voru við stjórnvölinn þar í upphafi.

Erfitt er að spá í hver gengur kaupum og sölum í þessum bransa. En það verður þó fróðlegt að sjá hvar Eiður Smári lendir þegar vist hans hjá Barcelona lýkur.

mbl.is Eiður vill fara frá Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Völsungur verði ekki fyrir valinu.

Saemundur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband