Skítleg vinnubrögð hjá Gordon Brown

Enn einu hefur durturinn Gordon Brown afhjúpað sitt innra eðli. Hann gerir allt til að upphefja sjálfan sig á vandræðum íslensku þjóðarinnar og hikar ekki við að sparka í okkur þó flokksfélagar hans í Verkamannaflokknum séu í Samfylkingunni, en vel þekkt er að Össur, Björgvin G. og Ingibjörg Sólrún eru þar flokksbundin. Björgvin tók þátt í kosningabaráttum fyrir New Labour 1997 og 2001 og Össur skrifaði vinalega um Gordon Brown alveg þangað til í haust.

Hinsvegar hefur ekki borið á því að Össur hafi sem utanríkisráðherra látið Brown hafa það á alþjóðavettvangi, t.d. þegar gullna tækifærið gafst á leiðtogafundi NATÓ. Of mikið hefur borið á því að forysta Samfylkingarinnar hafi blótað Brown aðeins hérna heima en ekki þorað því á alþjóðavettvangi; hvort svo sem það er til að svíða ekki ESB-taugina eða valda óróa í jafnaðarmannasamfélagi heimsins.

Nú þarf að láta stór orð fjúka, mótmæla á alþjóðavettvangi durtslegum vinnubrögðum Browns og láta Bretana hafa það. Við höfum ekki efni á því að halda kjafti þegar við erum slegin utan undir æ ofan í æ.


mbl.is Boðar sendiherra á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ætli við eigum einhverja sök á því hvernig komið er ? Er ekki IceSafe alíslenskt fyrirbæri. Ég gæti ímyndað mér ef þessu væri öfugt farið, að Bretar hefðu troðið einhverju BritishSafe upp á okkur þá held ég að við hefðum jafnvel þegið aðstoð frá Norður Kóreu. En að öðru leiti er þetta ekki boðleg framkoma. Var að reyna að sjá þetta frá öðrum vinkli.

Finnur Bárðarson, 8.5.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband