Stólaleikur vinstrimanna

Ég skynja mikla gleði hjá vinstrimönnum yfir stólaleiknum sem er í gangi hjá Samfylkingunni og VG. Loksins fá þeir að makka með stóla og völd, hafa mjög gaman af því. Skiljanleg gleði kannski hjá þeim sem hafa verið á bömmer árum saman. Þetta er eins og maðurinn sem óverdósar á einhverju sem hann hefur þráð lengi en ekki fengið.

Mikil gleði og sæla á meðan alþýða landsins hefur beðið mánuðum saman eftir því að þetta lið sýni einhverja ábyrgð og sýni merki þess að geta stýrt landinu af ábyrgð og festu. Á það hefur algjörlega vantað. Framtíðarsýnin er engin og lausnirnar vægast sagt fátæklegar. Ráðaleysið hefur aðallega verið við völd.

Stólaleikur vinstrimanna að þessu sinni virðist aðeins vera fyrri hluti makksins og valdabaráttunnar á bakvið tjöldin. Greinilegt er að annað eins show er ráðgert undir lok ársins og þá eigi að skipta Gylfa Magnússyni út. Þeir sem ekki fá núna eiga séns þá. Þá verður kannski glatt hjá einhverjum.

Mér skilst að nota eigi forsetastól þingsins sem hluta í eftirlaunahluta nokkurra þingmanna; hið sama og vinstri grænir gagnrýndu lengi. Sögusagnir eru um að Kristján Möller og Jón Bjarnason gætu komið sterkir til leiks þar. Svo segja smáfuglarnir allavega.

mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ergelsi og pirringur ykkar íhaldsmanna vera orðinn verulega aumkunarverður og hallærislegur.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mér sýnist nú að flokkurinn sem hefur haft markmiðin tvö 1)að planta sínum mönnum í stofnanir og stjórnkerfi og 2) að vera fjármálalegt fyrirgriðslukerfi til útvalinna fyrirtækja og einstklinga sé á langstærsta bömmernum.

Það er búin að vera rífandi gangur í 80 daga ríkisstjórninni miða við ákvarðanafælnina í Geir Haarde. Enda varð þá til sögnin að "haardera" í merkingunni að reyna að þrauka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.5.2009 kl. 04:41

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég hef ekkert lært.

Kári Harðarson, 10.5.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég stend við mín orð. Afþakka hinsvegar skítkast frá þeim sem kommentuðu hér. Þau komment birti ég ekki.

Staðreyndir tala sínu máli. Talað er mest um stólana, frekar en málefnin. Fækkað verður um einn ráðherra! Það er öll fækkunin. Nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Engin önnur uppstokkun, þó kannski breytist verkaskipting milli ráðuneyta, en það er ekki meiri fækkun.

Ég sneri baki við Geir H. Haarde áður en hann fór frá og hef sagt honum til syndanna hér, síðast í styrkjamálinu. Afþakka alveg kjaftablaður um að ég hafi varið Geir Hilmar Haarde síðustu mánuði, takk fyrir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.5.2009 kl. 15:01

5 identicon

Það mun ekki skipta neinu máli hverjir skipa hvert og eitt sæti í ríkisstjórninni í sem kynnt verður í kvöld hún mun ekki meika neinn sens. Þetta er alltof mikið verklega út hugsað hjá þeim þeir eiga að fá hagfræðinga til að lækka stýrivexti og semja við jöklabréfaeigendur og einnig til að einkavæða bankanna. Mér finnst þessi ríkisstjórn ekki kunna til verka og alls ekki í því hvernig eigi að stýra fjármálaheimi Íslendina sem nú er í rusli. Það þýðir ekkert að lækka bara laun endalaust og hækka skatta. Endilega lestum um þetta í nýjustu færslunni á hjalti96.central.is þar tala ég mikið um þetta og fer vel yfir þetta.

 Kv Hjalti Þór Ísleifsson 

Hjalti Þór Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband