Fagmannleg vinnubrögð hjá Jóhönnu



Jóhanna Guðrún er að standa sig vel í Moskvu við að kynna íslenska lagið í Eurovision. Lagið fær góða umfjöllun og hálfur sigur unninn með eins góðri pr-kynningu og mögulegt má vera. Snilldarleikur var hjá íslenska hópnum að láta hana syngja lagið á fleiri tungumálum en ensku í kynningarferlinu. Sérstaklega að búa til rússneska útgáfu, auk þess frönsku, þýsku og spænsku. Þetta telur allt.

Eins og venjulega er aðalbaráttumálið að komast upp úr undankeppninni. Allt annað er sigur fyrir íslenska hópinn, þó gera megi sér svosem hæfilegar vonir um að komast jafnvel í topp tíu á úrslitakvöldi. Baráttan í undankeppninni er orðin hörð og við höfum oftast verið mjög ósátt við okkar hlutskipti. Aðeins einu sinni hefur tekist að komast áfram úr henni; í fyrra þegar Eurobandið var með This is My Life.

Helsta deilumálið er víst hvort Jóhanna Guðrún sé í boðlegum kjól. Mér finnst atriðið látlaust og vandað. Þetta er sem betur fer söngatriði. Showið er frekar lítið, enda er lagið og söngkonan það traust að ekki er þörf á sirkusatriði. Þetta er jú söngvakeppni.

Þetta verður skemmtileg vika. Þrjú Eurovision-partý og nóg af gleði. Það er spáð heitu og góðu veðri í næstu viku og eflaust mikið um góð grillpartý.

mbl.is Urðu ekki vör við neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband