Um hvað var samið við myndun stjórnarinnar?

Innihaldsleysi stjórnarsáttmálans kemur sífellt betur í ljós. Hvað var verið að ræða um í tvær vikur í Norræna húsinu? Um hvað var samið við myndun stjórnarinnar? Ekki eru nein merki um aðgerðir til lausnar efnahagsvandanum, heldur óljós og draumkennd fyrirheit um áætlanir til að hugleiða vandann.

Árni Páll og Svandís viðurkenndu hálfvandræðalega á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ekki hefur verið samið um nein niðurskurðaráform. Fólkið í landinu er engu nær um hvað þetta fólk ætlar að gera. Þau hljómuðu eins og ráðalausir ferðafélagar í óvissuferð.

Mig grunar hið augljósa í stöðunni; það verði endalausar stjórnarmyndunarviðræður í þessari vinstristjórn. Semja þurfi um hvert mál, hentistefnan verði algjör og engin skýr framtíðarsýn. Eftir hundrað daga hefur ekki nást samkomulag um beinar aðgerðir.

Eftir lestur stjórnarsáttmálans hljómar í huganum orðin... og hvað svo! Ekkert er lagt fram. Um hvað var samið? Var þetta bara tveggja vikna reiptog um ESB og þegar samið var um að vera ósammála hafi þau verið uppgefin og farið í froðusnakkið.

Eflaust verður það rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar hvernig það gat gerst að ríkisstjórn mynduð á slíkum örlagatímum gat leyft sér slíkt innihaldsleysi.


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel sem svo að það sé hægt að spara öðruvísi en að gera okkur að einhverju kommúnistaríki. Með samningum við erlendakröfuhafa um frystingar á lánum er hægt að spara og taka svo upp Evru og greiða þá af lánunum. Fer vel í þetta í nýjasta blogginu á www.hjalti96.central.is  Þar er ég með leiðir sem myndu hjálpa okkur að komast af án skattahækkana og launalækkana.

Hjalti Þór Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég trúi ekki öðru en þau gefi eitthvað út eftir fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Þessi einkennilega þögn er ekki góðs viti.

Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 21:23

3 identicon

Fram og aftur blindgötuna, dag eftir dag, ár eftir ár.

Sverrir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband