Af hverju má þjóðin ekki sjá ESB-tillöguna?

Mér finnst það algjörlega ólíðandi að þjóðin skuli ekki fá að heyra drög að þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu. Hvers vegna þessi leynd? Hvað er verið að fela og hver er tilgangurinn? Þessi vinstristjórn situr á öllum upplýsingum og vill ekki miðla þeim til landsmanna. Þetta sama lið talaði fyrir nokkrum mánuðum um aukið gegnsæi og heiðarleika en situr nú á öllum gögnum - vill ekki segja þjóðinni heiðarlega frá og ganga hreint til verks.

Er það kannski tilfellið að það megi ekki kynna tillöguna því hún sé svo rýr í roðinu og snautleg? Vinstri grænir lofuðu í kosningabaráttunni að ekki yrði sótt um ESB-aðild í sumar en sviku það fyrir stólana. Og nú fær þjóðin ekki að heyra hverskonar tillögu vinstri grænir seldu hugsjónir sínar fyrir. Merkilegt lið. Væri gáfulegt fyrir það að fara að sýna gegnsæi í verki í stað þess að tala bara um það.

Svona áður en Jóhanna verður eins og konan í þáttunum Allo, Allo sem sagði alltaf: Ég segi þetta bara einu sinni....

mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband