Öskubuskuævintýri Hröfnu

Sigurganga Hröfnu í Idol-keppninni er ævintýri líkust, hreint öskubuskuævintýri. Með einlægni og hógværð tókst hinni að vinna hug og hjörtu þjóðarinnar. Hún tók gríðarlegum framförum í gegnum alla keppnina, breyttist úr látlausri landsbyggðardömu í glæsilega poppstjörnu. Hún sigldi alla tíð á móti straumnum, enda greinilegt að hún var ekki eftirlæti dómnefndarinnar né féll í hið staðlaða form poppstjörnunnar. Með jákvæðni og vinnusemi komst hún alla leið.

Mér fannst hún eiginlega endanlega springa út sem stórstjarna þegar hún söng lagið Ég elska þig enn eftir Magnús Eiríksson og gerði algjörlega fyrirhafnarlaust að sínu. Glæsileg söngkona sem hefur allt og ætti að eiga bjarta framtíð fyrir sér. Saga hennar í keppninni er skemmtilega notaleg útfærsla af því þegar ólíklegi sigurvegarinn, dökki hesturinn, leggur keppnina að fótum sér og verður stórstjarna á eigin forsendum. Þannig á það að vera.

mbl.is Fékk tvær milljónir í verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband