Yndisleg Eurovision sigurstemmning á Íslandi

Jóhanna Guðrún
Þetta hefur verið alveg yndislegur dagur. Íslenska þjóðin er í sæluvímu eftir að Jóhanna Guðrún varð í öðru sæti í Eurovision - okkur líður öllum eins og hún hafi unnið keppnina. Þetta eru eiginlega fyrstu góðu fréttirnar sem þjóðin fær eftir efnahagshrunið í haust og sælan er þess þá meiri. Við þurftum eitthvað jákvætt og gott til að fá þjóðina til að brosa og gleyma áhyggjum hvunndagsins.

Þessi taktíski sigur er líka alveg magnaður. Sú sem fær Hollendinga og Breta til að kjósa Ísland innan við ári eftir Icesave-málið hlýtur að verða þjóðhetja hérna heima. Stemmningin á Austurvelli var allavega notaleg og hugljúf. Góða veðrið um helgina er yndislegur plús á þetta. Þúsundföld sæla og yndislegt að öllu leyti.

mbl.is Evróvisjón á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fyrstu góðu fréttirnar eftir efnahagshrunið, Stebbi minn, voru þegar búsáhaldabyltingin steypti Sjálfstæðisflokknum af stóli. Góðu fréttirnar númer tvö voru þegar þjóðin hafnaði Sjálfstæðisflokknum í Alþingiskosningunum í apríl.

Jóhannes Ragnarsson, 17.5.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband