Er siðferðislega rétt að eignast börn um sjötugt?

Enginn vafi er á því að Elizabeth Adeney muni hljóta heimsfrægð fyrir að verða ein elsta móðir heims. Ákvörðun hennar að eignast barn vekur siðferðislegar spurningar, um margt sígildar í seinni tíð. Mér finnst það varla siðferðislega rétt að konur eignist börn um sjötugt, með aðstoð læknisvísinda, og ætli að helga sig barnauppeldi komið á ellilífeyrisaldur.

Fyrst og fremst er réttast að vorkenna börnunum sem á táningsaldri eiga þá foreldra um eða yfir áttrætt. Eðlilega er spurt hver tilgangurinn sé með því að eignast börn svo seint á æviskeiðinu. Hvort hugsar foreldrið frekar um barnið eða sjálft sig?

Er ekki viss sjálfselska sem felst í þeirri ákvörðun að vera á sjötugsaldri og vilja eignast barn? Er þetta ekki gott dæmi um hugsunarhátt neyslusamfélagsins? Ég tel svo vera. En kannski vilja sumir einfaldlega komast í fréttirnar og í metabækurnar.

Hver er ástúðin í því að gefa börnum sínum þá vöggugjöf að vera við fermingaraldur með foreldra á níræðisaldri?

mbl.is 66 ára og verðandi móðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Er einhver "siðferðilegur" munur á því að konan sé 66 eða karlinn 77 ?
-Gersamlega ósammála forræðishyggju og fordómum af því tagi er kemur fram í þessari færzlu.

Kveðja,

Þorsteinn Egilson, 18.5.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Of litlar kröfur eru gerðar til réttar hvers einstaklings sem fæðist. Meðal þess réttar er að eiga foreldra, ekki aðeins við fæðingu, heldur sem lengst.

Því er það að mínum dómi siðferðilega rangt að eignast barn á sjötugsaldri, og gildir einu hvort það er faðir eða móðir.

Ómar Ragnarsson, 18.5.2009 kl. 09:39

3 identicon

Ég er sammála, sérstaklega gagnvart hlið barna. En hitt er það, hefði þér nokkuð dottið þetta í hug, ef fréttin hefði fjallað um barneign gamalla karla, sem þó er ansi algeng og hefur lengi verið. 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:39

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég tala um foreldra. Faðir barns er foreldri. Skiptir engu máli hvort um er að ræða karl eða konu, þó konan fæði barnið. Ekki vildi ég eiga foreldra á níræðisaldri við fermingu mína, skiptir engu hvort það væri móðirin eða faðirinn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.5.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband