Holur hljómur í vinstristjórn án framtíðarsýnar

Á þeim tímum þegar mestu skiptir fyrir Ísland og fólkið í landinu að við völd sé fólk sem hafi pólitíska stefnu, lausnir á vandanum og framtíðarsýn að leiðarljósi flutti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, eina innihaldslausustu stefnuræðu forsætisráðherra í íslenskri stjórnmálasögu. Á rúmum tuttugu mínútum tókst henni að tala án þess að hafa nokkuð nýtt fram að færa - engar eru lausninar, sofið er enn á verðinum og ekki að sjá að gegnsæi hafi fundist enn í dulkóðuðum bakherbergjum ríkisstjórnarinnar.

Helst var að skilja á Jóhönnu Sigurðardóttur að Evrópusambandið væri eina lausnin sem hún og Steingrímur Jóhann hafi fram að færa. Hún lét þó, sem betur fer, þau orð falla skömmu síðar að Evrópusambandið væri nú engin töfralausn á vandanum. Hver talaði þar? Var það sködduð samviska vinstri grænna sem sveik hugsjónir sínar fyrir ráðherrastóla og völdin eða bara prívatsamviska Steingríms Jóhanns? Varla hefur það verið Samfylkingarhluti stjórnarinnar, enda lítur hún þannig á að leiðin til Brussel sé lausnin eina.

Mikill ábyrgðarhluti er að tala til þjóðarinnar með svo holum hljómi nú þegar heimilin og atvinnulífið eru að fuðra upp í skuldabálinu sem allt sligar. Við heyrðum ekkert nema gamla frasa og almennt blaður forsætisráðherrans - blaður sem við höfum öll heyrt oftar en við kærum okkur um. Er þetta fólk steinsofandi eða ætlar það að leiða þjóðina út í algjört hrun, sem eflaust er handan við hornið bráðlega, að óbreyttu?

Við eigum betra skilið en þetta innihaldslausa kjaftæði atvinnustjórnmálamannsins á forsætisráðherrastóli, sem hefur verið á þingi í yfir þrjá áratugi og er andlit liðinna tíma. Hversu lengi getur þetta lið talað til þjóðarinnar eins og það sé allt í lagi og engin þörf á neinni framtíðarsýn eða lausnum? Hvenær mun þjóðin rísa upp aftur - fær nóg af blaðrinu?


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´NÚNA!!!!!!!!!! Hvar eru þessir 81700 sem skrifuðu undir "indefence" síðuna.

Hvernig væri að 81700 manns hittust niðrá Austurvelli, bara svona......

anna (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband