Fær ekki Jóhanna fálkaorðuna fyrir silfrið?



Mér finnst ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort silfurstúlkan okkar, Jóhanna Guðrún, fái fálkaorðuna fyrir annað sætið í Eurovision. Hvort verði ekki verðlaunað jafnt fyrir tónlist og íþróttir. Afrek Jóhönnu er ekki lítið - sá sem fær Hollendinga og Breta til að kjósa Ísland eftir Icesave-málið er ekkert blávatn. Á hrós skilið.



En verður þá ekki Selma að fá fálkaorðuna líka? Auðvitað, enda stóð hún sig frábærlega í Ísrael árið 1999. Var 17 stigum frá því að vinna keppnina. En kannski er það bara þannig að íþróttirnar eru hærra skrifaðar hjá orðunefnd en tónlistin. Leitt er ef satt er.

Afrek Jóhönnu nú er mikils virði fyrir þjóðina eftir allt sem á undan er gengið, sérstaklega eftir þennan erfiða vetur.


mbl.is Fróðleikur um Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn fálkaorða það er geggjaður plebbaháttur

Halldor (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 05:37

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Akkúrat það sem ég hef verið að velta fyrir mér. Við hljótum að bíða eftir því hvað Bessastaðir gera nú. Kannski finnst ráðamönnum þar að heillaóskaskeytið dugi.

Dögg Pálsdóttir, 19.5.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Er ekki möguleiki að Ólympíuleikarnir séu hærra skrifaðir en Eurovision?

Annað er stærsti íþróttaviðburður jarðarinnar, hitt er frekar hallærisleg söngvakeppni sem hefur ekki skilað frá sér stórstjörnu í þrjá áratugi?

Þórir Hrafn Gunnarsson, 19.5.2009 kl. 11:53

4 identicon

Til hvers ad gera litid ur Johönnu med ad veita henni Falkaorduna? Thad getur augljoslega hver sem er fengid hana fyrir hvada vitleysu sem er, sbr. Sigurd Einarsson vegna frabaerrar frammistödu vid utras islendinga.

Eftirbragdid af thvi hefur verdfellt orduna mikid.

seniorinn (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband