Svipbrigðalaus afsögn í Westminster

Michael Martin kom eilítið á óvart með svipbrigðalausri og snautlegri afsagnarræðu í þinghúsinu í Westminster nú eftir hádegið. Engin var afsökunarbeiðnin eða viðurkenningin á siðleysinu á vakt hans. Á innan við mínútu sagði Martin af sér einu áhrifamesta embætti breskra stjórnmála en sagðist svo ætla að sitja heilan mánuð í viðbót, til 21. júní. Hann bíður með uppstokkun þingsins fram yfir Evrópukosningarnar. Varla er það þægilegt fyrir Verkamannaflokkinn.

Augljóst er að Martin, sem ætlaði að vera svo forhertur að leiða siðbótina á stofnun sem honum mistókst að stýra, hrökklaðist frá eftir að Gordon Brown kallaði hann á sinn fund og sagðist ekki styðja hann lengur. Martin gerir Brown ekki mikinn greiða með því að sitja áfram mánuð í viðbót. Ætli hann sé að stríða Brown með því, ætli sér að taka hann með sér í fallinu, viss um að Brown þraukar ekki af Evrópukosningarnar.

Ekki er undarlegt að breskir kjósendur vilji fá að fara að kjörborðinu. Rúmlega fjögurra ára gamalt þingið er umboðslaust með öllu orðið, heil pólitísk eilífð síðan þeir veittu Tony Blair umboð til að leiða bresk stjórnmál þriðja kjörtímabilið en fékk Gordon Brown í kaupbæti. Vandséð er hvernig kratarnir geta setið áfram án þess að skipta um leiðtoga og forsætisráðherra, velja einhvern sem er ekki andlit spillingarinnar.

Ósennilegt er að Bretar hafi þolinmæði í heilt ár í viðbót af Gordon Brown og lánleysi hans í Downingstræti.

mbl.is Forseti breska þingsins segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Litli maðurinn í Stóra Bretlandi á að snauta burt. Hann hefur stórskaðað eigin þjóð.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.5.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband