Er meirihlutinn í Kópavogi að falla?

Óneitanlega yrðu það mikil tíðindi ef tveggja áratuga farsælu meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi myndi ljúka vegna viðskipta Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra. Mál af þessu tagi er vægast sagt mjög óheppilegt og í raun ótrúlegt að stjórnmálamenn komi sér í svona stöðu eða láti slíkar efasemdir vera um verk sín, enda er eðlilegt að telja vinnubrögðin siðferðislega röng.

Hef áður tjáð skoðun mína á þessu máli. Eðlilegt að minna á það. Vel má vera að þreyta sé komin í þetta meirihlutasamstarf. Tveir áratugir eru langur tími. Enginn vafi leikur þó á að Kópavogur hefur breyst gríðarlega í valdatíð þessara flokka til hins betra. Kópavogur hefur verið í fararbroddi í uppbyggingu á öllum sviðum og er eitt öflugasta sveitarfélag landsins.

En siðferði á aldrei að vera aukaatriði í pólitík. Mál af þessu tagi hlýtur að reyna á stoðirnar sem mestu skipta.


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki að spyrja að spillingunni sem veður uppi í Sjálfstæðisflokknum. Og hvað gerir flokksforystan: ekki neitt og reynir að láta ekki bera of mikið á því að þeir horfi undan.

Það er kannski ekki skrítið miðað við hvað FLokkurinn hefur mokað undir Gunnar og hans fyrirtæki. Það er askja sem forystumenn FLokksins vilja síður opna og Gunnar hefur sennilega hótað að skrúfa lokið af með tilheyrandi subbuskap.

Sverrir B (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Katrín

Er nú ekki rétt að bíða eftir skýrslum þar til bærra manna...menn hafa farið flatt á því að  skjóta fyrst og spyrja svo..

Katrín, 19.5.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Við Kópavogsbúar eigum það ekki skilið að Sf komi inn í meirihluta. Skemmst er minnast 100 daga falska tjarnarkvartettsins undir stjórn DBE sem ekki einu sinni gat gert málefnasamning - Óskar Bergsson skyldi stöðnuna og kvaddi kvartettinn - ég á ekki von á að Ómar geri neina vitleystu.

Óðinn Þórisson, 20.5.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband