Verkalýðsfélag greiðir niður Detoxið

Eflaust eru það nokkur tíðindi þegar verkalýðsfélag er farið að niðurgreiða Detox-lækningameðferðina í lækningaskyni fyrir alþýðuna í Þingeyjarsýslum. Í þessu felst líka mikil viðurkenning á meðferðinni, sem framkvæmd hefur verið í Mývatnssveit undir forystu Jónínu Benediktsdóttur, og kannski ekki undarlegt að Þingeyingar vilji fara í þetta í sinni heimabyggð.

Sumir deila reyndar um hvort það sé skottumeðferð eða lækning. Burtséð frá því á Jónína Ben á hrós skilið fyrir að hafa startað þessu verkefni og gert úr því bissness bæði fyrir hótelið þarna og aðra þætti, bætt heilsu og líðan fólksins sem hefur farið til hennar.

mbl.is Niðurgreiðir Detox meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Ég fór sjálf í svona meðferð og að mínu mati er ekki til betri leið til að hjálpa fólki við að lifa góðu lífi á heilbrigðan máta, án lyfja sem vinna á svokölluðum lífstilssjúkdómum.   Ég held nú að þetta séu engar skottulækningar enda kallast það varla skottulækningar að neyta eingöngu grænmetis í 2 vikur og líða MIKLU betur af því :))))

Hrönn (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:59

2 identicon

Þetta eru skottulækningar og peningaplokk. Fólk ætti ekki að vera ánægt yfir því, heldur reitt, að aðildargjöld í verkalýðsfélag séu notuð á þennan hátt.

En þráin eftir því að láta ljúga að sér verður stundum öllu öðru yfirsterkari. Það er svo gott að lifa í draumaheimi.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mjög ánægjulegt að sjá þessa frétt. þetta er atvinnuskapandi og mun bæta allmenna heilsu fólks sem nýtir sér þetta.

Sparnaður í heilbrigðiskerfinu og ekki veitir af.

þeir sem eitthvað hafa stúderað óhefðbundnar lækningar vita að flestir sjúkdómar byrja í meltingarfærunum.

þeir sem eru heilbrigðir þurfa þetta ekki en þeir sem eru að glíma við sjúkdóma munu fá nýtt líf. það er dásamlegt til þess að hugsa.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband