Lengja þarf starfstíma Alþingis

Alþingi Alþingi er nú farið í jólaleyfi fram til 15. janúar, en þá hefst síðasti fundasprettur þingmanna á þessu kjörtímabili. Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí nk. Fjöldi þingmanna situr nú sitt síðasta þing, m.a. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og fleiri þaulreyndir þingmenn sem lengi hafa verið áberandi í stjórnmálum. Búast má við að vel yfir 20 nýjir alþingismenn taki sæti þar að vori.

Starfstími Alþingis hefur lengi verið mjög umdeildur. Hann hefur í áratugi verið eins. Þingið kemur fyrst saman þann 1. október, eða næsta virka dag og fundað er til um 10. desember. Svo hefjast fundir aftur um eða eftir 20. janúar og fundað fram í maíbyrjun. Það verður auðvitað ekki nú, enda lýkur þingstörfum í mars, þar sem kosningabaráttan til Alþingis hefst bráðlega af vaxandi þunga og skiljanlega þarf hún sinn tíma.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að lengja verði starfstíma Alþingis og fundir í þingsalnum eigi að verða lengur en bara þessa nokkra mánuði ársins. Það hefur alltaf verið skoðun mín að þingið eigi að koma saman í lok ágúst eða fyrstu viku september, funda til svona um 20. desember, hefja störf á nýju ári í kringum 5. janúar, funda fram að páskum og svo út maímánuð hið minnsta. Starfstími þingsins okkar einkennist af liðnu ráðslagi og úreltum tímum. Það á að sitja lengur við störf í þingsalnum. Með því má koma í veg fyrir örvæntingafullt verklag þar sem mál renna eins og á færibandi í niðursuðuverksmiðju gegnum þingið.

Sum mál þurfa lengri tíma en önnur. Athyglisvert er að sjá lög um fjármál stjórnmálaflokkanna renna í gegn með skelfilegum hraða. Ég er algjörlega á móti svona vinnubrögðum og tel mikilvægt að krefjast betri vinnuferlis og mál fái lengri og betri tíma til vinnslu, í umræðum og yfirferð. Þetta með fjármál flokkanna er sérstaklega ömurlegt vinnuferli og þinginu að mínu mati til skammar. En það var rétt hjá okkur í SUS að koma með mótmæli og fara yfir frumvarpið. Það hvernig það rann í gegn með kóuðum hætti með óvönduðum hætti er ekki þinginu til sóma.

Þetta verður að bæta og lengja þarf starfstíma þingsins. Mér finnst þetta grunnkrafa frá þeim sem vilja að þingið fari betur yfir mál og leggi lengri tíma til verka.

mbl.is Þingfundum á Alþingi frestað til 15. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Barkarson

Varla er ástæða til að lengja þinghald, bara til að lengja þinghald. Það mætti e.t.v. fækka þingmönnum. Reyndar held ég að það ætti þá frekar að skoða starfshættina almennt, vinnutíma og hversu hratt megi keyra þingmál eða frumvörp í gegnum þingið, það verði t.d. leita umsagna um frumvörp. 

Björn Barkarson, 10.12.2006 kl. 16:14

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst ekki óeðlilegt að íslenska þingið starfi jafnlengi og hin norrænu. Þau starfa öll lengur en okkar að mig minnir. Það hefur lengi verið talað um að stokka þetta upp, enda var þetta fyrirkomulag sett á þegar að margir þingmenn voru bændur og þurftu að komast heim í sveitina í sauðburðinn. Fáir bændur eru á þingi nú, held að Valgerður og Drífa séu þær einu. En það vel skoða að fækka þingmönnum, tek undir það með þér. Einnig er rétt að taka starfshættina í gegn almennt, enda finnst mér kostulegt að sjá sum mál renna í gegn á færibandi með ótrúlegum hraða, en það er varla hægt að stoppa það sé full og óskoruð samstaða svosem. En þetta þarf allt að fara yfir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.12.2006 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband