Tímamót í Chile - eðalmyndin Missing

Augusto Pinochet Mikil tímamót eru í Chile á þessum degi, í kjölfar andláts einræðisherrans Augusto Pinochet. Væntanlega er þungu fargi létt af landsmönnum. Það undrast enginn að gleði eru viðbrögðin þar nú við dauða þessa harðskeytta og grimmdarlega einræðisherra. Skv. fréttum dansa íbúar í Santiago nú á götum úti - gleði ríkir í hugum flestra íbúa landsins að losna við þá byrði sem Pinochet hefur verið síðustu áratugina.

Eins og fyrr sagði hér í kvöld kom aldrei til þess að Pinochet myndi svara til saka fyrir verk sín á valdastóli, grimmdarlega stjórn sína á landinu og aftökur á pólitískum andstæðingum. Það var oft reynt, en mistókst alltaf. Það var vissulega dapurt að ekki tókst að rétta yfir honum í kjölfar atburðanna 1998, en svo fór sem fór. Mér sýnist fólk um allan heim gráta það mest á þessum degi. Dauði Pinochets kemur auðvitað engum á óvart og léttir einkennir skrif fólks og pælingar á stöðunni. Nú ætti að vera hægt að horfa fram á veg án skugga valdaferils Pinochets.

Margt gott efni lýsir vel stöðunni sem var í Chile eftir valdaránið 1973 þegar að Salvador Allende var drepinn og herstjórn Pinochets tók völdin. Það var upphaf valdaferils sem enn setur mark á stjórnmálin í S-Ameríku. Fyrst nú geta vonandi íbúar Chile horft fram á veginn. Það féllu margir í valinn í þeim hildarleik. Um þetta hafa verið samdar bækur og gerðar kvikmyndir sem áhugavert er að kynna sér.

Jack Lemmon í Missing Svipmesta myndin um það sem tók við eftir valdaránið er að mínu mati hiklaust Missing, byggð á sögu Costa-Gavras frá árinu 1982. Í Missing leikur Jack Lemmon miðaldra, íhaldssaman föður sem fer til Chile í leit að syni sínum sem hefur horfið í kjölfar valdaránsins. Ed Horman efast í fyrstu ekki um bandarísk gildi en hann lærir fljótt að vantreysta samlöndum sínum og ráðamönnum í Santiago.

Eins og Terry Gunnel hefur bent á nýtir Costa-Gavras hæfileika Lemmons sem gamanleikara með því að setja hann í harmrænt hlutverk. Samúð okkar með Horman vex jafnt og þétt og verður að djúpri vorkunnsemi sem við fylgjumst með honum tapa sakleysi sínu og ganga á hönd örvæntingarinnar.

Svipmikil og vönduð mynd - ein af allra bestu kvikmyndatúlkunum Jack Lemmon, sem þarna sýndi ekta dramatískan leik af mikilli snilld. Ég ætla mér að horfa á hana nú á eftir og hvet sem flesta til að líta á hana sem það geta.

mbl.is Íbúar í Santiago dansa á götum úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll félagi og takk fyrir þessa upprifjun. Ég fæ lánaða teikninguna af Pinochet til að setja á mitt blogg.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.12.2006 kl. 00:49

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll félagi

Takk fyrir kveðjurnar og skrifin um færsluna. Ekki hægt annað en að skrifa vel um þetta, var einmitt að horfa á kvikmyndina Missing. Það átti vel við á þessum degi eiginlega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.12.2006 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband