Spaugstofan hittir naglann á höfuðið

ISG Ég var að horfa á Spaugstofuna frá í gærkvöldi, enda missti ég af henni þar sem ég fór þá í bíó. Þetta var frábær þáttur þar sem þeir félagar hittu naglann á höfuðið hvað varðar Samfylkinguna og Frjálslynda flokkinn. Sérstaklega var gaman að sjá atriðið þar sem Samfylkingarfólkið var saman í hópmeðferð til að reyna að ná einhverri samstöðu sín á milli. Skemmtilegur húmor og frábærlega kaldhæðnislegur. Hitti algjörlega í mark.

Ekki var síðra að sjá senuna um Frjálslynda flokkinn. Þar var sögusviðið yfirfært á Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Átti vel við í ljósi stöðunnar innan flokksins. Pálmi Gestsson og Edda Björg voru þar alveg frábær. Skemmtileg yfirfærsla yfir á stöðuna hjá Frjálslyndum og kómíkin alveg mögnuð. Þetta var einn besti þáttur vetrarins hjá þeim félögum fannst mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir félagar eru óborganlegir.

Hallveigh (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 00:09

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Fyndið að þú nefnir Spaugstofuna núna, því þú hefur aldrei minnst á hana þegar hún hefur geirneglt íhaldið margoft, þó það hafi hitt í mark

Sveinn Arnarsson, 11.12.2006 kl. 22:26

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég skrifaði fyrir nokkrum vikum um versíón Spaugstofumanna af Árna Bondsen, sem var alveg meistaralega vel gerð. Ég hef alltaf haft húmor fyrir Spaugstofunni og þá breytir afskaplega litlu hvort djókað er til hægri eða vinstri Svenni minn. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.12.2006 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband