Snjall leikur hjá stjórnarandstöðunni

Mér finnst það snjall leikur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að leggja fram sína eigin þingsályktunartillögu í Evrópumálum gegn tillögu utanríkisráðherra. Þar sem þingstyrkur er fyrirfram svipaður til beggja tillagna, þar sem vinstri grænir eru frekar lost, verður áhugavert að sjá hvað muni gerast. Ljóst er að sex til sjö stjórnarþingmenn úr VG, hið minnsta, munu greiða atkvæði gegn tillögu utanríkisráðherrans og margir í vafa um hvað eigi að gera og líklegir til að sitja hjá.

Ný tillaga fær fram aðra sýn á Evrópuumræðuna og reynir virkilega á afstöðu þeirra sem sitja á þingi og eru áttavilltir á því hvaða stefnu eigi að fara. Engin afstaða er að sitja hjá og því ætti önnur tillaga að geta reynt á afstöðu þeirra.


mbl.is Sameiginleg ESB-tillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Ef að Borgarahreyfingin mun samþykkja tillögu Össurar þá mun einungis vantar 4 þingmenn upp á. Ef að Framsókn er samkvæmt sjálfu sér þá myndi ég halda að hún greiddi með þessari tillögu - enda sé ég ekki hver munurinn er á skilyrðum flokksins og þingsályktunartillögu Össurar. Svo virðist sem að þeir sjái heldur ekki mun en geti samt sem áður ekki útskýrt andstöðu við hana.

Egill M. Friðriksson, 27.5.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Vonandi tillaga sem hefur meirihluta Alþingis á bak við sig. 

Nema það gerist sem ég óttast mest,  VG geti ekki stutt hana sökum ævafornrar andúðar í garð Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Sigurðsson, 27.5.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Þú sagðir nákvæmlega það sem mér datt í hug þ.e. Snjall "leikur"hjá stjórnarandstöðunni. ég held að þetta fólk ætti að hætta að leika sér og fara að vinna að lausnum en ekki líta á starf sitt sem einhverskonar refskák þar sem allt snýst um að leika mótleiki til að hnekkja á stjórninni. Ég er einn af þeim sem var að vona að í kjölfar hamfaranna myndu stjórnmálamenn fara að hugsa fyrst um hag fólksins í landinu en ekki flokkapólitík og sniðuga leiki.

Tjörvi Dýrfjörð, 27.5.2009 kl. 20:05

4 identicon

Ekki reynist það alltaf gott þegar íhaldsflokkarnir bralla saman!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Snjall leikur segir þú. Hvað er svona snjallt við þetta útspil? Finnst þér ef til vill að hver flokkur fyrir sig ætti að leggja fram sín eigin frumvörp í stað þess að ræða málin og leggja fram breytingartillögur?

"Nýja Framsókn" minnir óneitanlega á forvera sinn. Til hvers voru þeir eiginlega að samþykkja stuðning við aðildarviðræður á flokksþinginu í janúar? Sigmundur Davíð skorar hátt á vonbrigðalistanum enda gömul Framsóknarsál í sauðargæru.

Sigurður Hrellir, 27.5.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband